mánudagur, október 02, 2006

Í rigningu og sól

Í þessum skrifuðum orðum er eins og hellt sé úr fötu. Þetta er þriðji rigningardagurinn síðan við mæðgur komum út og í dag eru akkúrat þrjár vikur síðan það var. Samt er alltaf svo skondið með rigningar í útlöndum, það virðist ekki geta ringt eins og heima, allann daginn. Þetta kemur bara í köflum, núna er t.d. sólin farin að skína. Maður veit því aldrei hvernig maður á að vera klæddur í svona vitleysis veðri.

Fjölskyldan skellti sér á ströndina í gær. Fengum okkur hjólatúr í fínu veðri, vopnuð skóflum og sandkassadóti. Ægilega gaman að kíkja á Amager strand. Það er búið að vera að gera allt upp þarna og allt orðið voða fínt. Ætli þetta verði ekki okkar annað heimili á næsta sumri, get ímyndað mér það.

Á föstudeginum fórum við í Fields (mollið). Það var opið til 10 um kvöldið og röltum við um og fengum okkur svo að borða. Vorum með það á hreinu að Ingibjörg myndi sofna en svo var nú aldeilis ekki. Hún var manna hressust kl. hálf 11 þegar við dröttuðumst inn úr dyrunum :) Keypti á hana tvennar buxur, leit ekki við neinu bleiku, heldur keypti gallabuxur og svo rauðar svaka fínar efnisbuxur. Barnið á eiginlega bara bleik föt, hún á tvennar rauðar Nike peysur og svo rauðann útigalla. Svei mér þá, held að það sé næstum því upptalið. Ákvað því að gera bragabót á þessu bleika ástandi :)

Nú styttist í að Júlía Rós komi með foreldrum sínum. Hlakka mikið til. Hún mætir 10. okt og þá er stefnan tekin á MamaRosa að borða. Ætli MamaRosa taki ekki við af Ítalíu hjá okkur :) Alltaf þegar hún kemur til Köben þá förum við þangað. Líst vel á það fyrirkomulag. Nú svo koma Heiða mín og Símon 1. nóv. Það verður ægilega gaman, dúllast á Strikinu og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Er að klára bókina Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar. Veit ekki alveg hvað mér finnst um hana, hún er ekki leiðinleg og ekkert óskaplega skemmtileg, en hún er mjög vel skrifuð og þar af leiðandi get ég ekki hætt að lesa hana. Næst á dagskrá er svo Hann er ekki nógu hrifinn af þér. Hlakka til að lesa hana.

Enn er ekkert að frétta af íbúðinni, en við hljótum að fá eitthvað um hana í pósti þessa vikuna, trúi ekki öðru.

Lofa að láta ekki líða svona langt á milli blogga næst :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home