Saddur Rasmus
Já og eiginlega alveg rúmlega... fórum á Jensen's Böfhus í kvöld. Mikið svakalega er það góður staður, ég er agalega hrifin. Nú verður farið með alla þangað sem koma til Köben :) Fékk mér nautasteik með svaka góðri sósu og kók. Já kók, ekki ÖL! Annars kókið... haldið þið ekki að ég hafi fundið litla kók í gleri!! Get svarið það. Hún er reyndar ekki jafn lítil og lítil kók í gleri og ekki eins stór og stór kók í gleri, er þarna einhvers staðar á milli. Og mikið svakalega er hún góð! Ég er samt ekki búin að drekka nema þrjár svona millistærð í gleri, síðan ég kom út. Tel það nú ansi gott bara, svona miðað við að ég var farin að drekka þrjár litlar Á DAG heima! Neita því nú samt ekki að mér er oft hugsað til einnar ískaldrar... uss hefði ekki átt að skrifa um þetta því nú langar mig svooo í!! Fæ mér pottþétt á morgun :)
Það á einhver afmæli í dag sem ég þekki, og ég get ómögulega munað hver það er. Einhver sem ég hef alltaf óskað til hamingju með daginn, svo ég segi bara sorry ef afmælisbarnið les þetta. Afmælisdagbókin er nefnilega pökkuð niður í einhvern af þessum rúmlega 40 kössum sem eru hér og ég nenni ómögulega að fara að leita. En sá hinn sami fær bara tvöfalda kveðju frá mér á næsta ári :)
Ingibjörg er komin í Rasmus Klump klub!! Já ég er búin að stofna bankabók hér í Amagerbank og þá fékk mín Rasmus Klump bauk :) Hún ætlar alveg að missa sig þegar hún hefur séð þessa bauka, og inni í bankanum er RISA stór stytta af kappanum svo það varð bara að gera eitthvað í málinu. Við Heimir vorum einmitt að rifja upp Rasmus Klump og félaga. Ég átti nokkrar bækur um hann og svo voru auðvitað þættirnir í sjónvarpinu. Við gátum samt hvorugt munað almennilega eftir vinum hans, mundum eftir storkinum ekki fleirum. Muni þið?
Hafði það ofur notalegt í gærkvöldi. Heimir var frammi að læra, Ingibjörg sofandi í sínu rúmi, þannig að ég kom mér vel fyrir uppi rúmi með prjónadótið og nammi og horfði á þrjá fyrstu þættina af fyrstu seríunni í Grey?s Anatomy. Jiii hvað þetta var gaman og jiii hvað þetta eru skemmtilegir þættir!! Alveg verð ég að eignast seríu númer 2.
Jæja, ég byrjaði á bókinni Hann er ekki nógu skotinn í þér, og guð almáttugur hvað hún er leiðinleg!! Ekki skil ég þessar vinsældir á henni, meira að segja Oprah mælir með henni?! Gafst upp eftir ca. 30 bls. Jeminn eini... Er að hugsa um að byrja aftur á Karitas án titils, hún lofaði góðu. Svo er ég nú að vonast eftir einhverjum bókaglaðning þegar Júlía Rós kemur :)
En já, liðið er sofandi fyrir aftan mig, ég ætla að fara að leggja mig líka enda klukkan að verða 11 hér á bæ.
Góða nótt góðir hálsar.
Já og eiginlega alveg rúmlega... fórum á Jensen's Böfhus í kvöld. Mikið svakalega er það góður staður, ég er agalega hrifin. Nú verður farið með alla þangað sem koma til Köben :) Fékk mér nautasteik með svaka góðri sósu og kók. Já kók, ekki ÖL! Annars kókið... haldið þið ekki að ég hafi fundið litla kók í gleri!! Get svarið það. Hún er reyndar ekki jafn lítil og lítil kók í gleri og ekki eins stór og stór kók í gleri, er þarna einhvers staðar á milli. Og mikið svakalega er hún góð! Ég er samt ekki búin að drekka nema þrjár svona millistærð í gleri, síðan ég kom út. Tel það nú ansi gott bara, svona miðað við að ég var farin að drekka þrjár litlar Á DAG heima! Neita því nú samt ekki að mér er oft hugsað til einnar ískaldrar... uss hefði ekki átt að skrifa um þetta því nú langar mig svooo í!! Fæ mér pottþétt á morgun :)
Það á einhver afmæli í dag sem ég þekki, og ég get ómögulega munað hver það er. Einhver sem ég hef alltaf óskað til hamingju með daginn, svo ég segi bara sorry ef afmælisbarnið les þetta. Afmælisdagbókin er nefnilega pökkuð niður í einhvern af þessum rúmlega 40 kössum sem eru hér og ég nenni ómögulega að fara að leita. En sá hinn sami fær bara tvöfalda kveðju frá mér á næsta ári :)
Ingibjörg er komin í Rasmus Klump klub!! Já ég er búin að stofna bankabók hér í Amagerbank og þá fékk mín Rasmus Klump bauk :) Hún ætlar alveg að missa sig þegar hún hefur séð þessa bauka, og inni í bankanum er RISA stór stytta af kappanum svo það varð bara að gera eitthvað í málinu. Við Heimir vorum einmitt að rifja upp Rasmus Klump og félaga. Ég átti nokkrar bækur um hann og svo voru auðvitað þættirnir í sjónvarpinu. Við gátum samt hvorugt munað almennilega eftir vinum hans, mundum eftir storkinum ekki fleirum. Muni þið?
Hafði það ofur notalegt í gærkvöldi. Heimir var frammi að læra, Ingibjörg sofandi í sínu rúmi, þannig að ég kom mér vel fyrir uppi rúmi með prjónadótið og nammi og horfði á þrjá fyrstu þættina af fyrstu seríunni í Grey?s Anatomy. Jiii hvað þetta var gaman og jiii hvað þetta eru skemmtilegir þættir!! Alveg verð ég að eignast seríu númer 2.
Jæja, ég byrjaði á bókinni Hann er ekki nógu skotinn í þér, og guð almáttugur hvað hún er leiðinleg!! Ekki skil ég þessar vinsældir á henni, meira að segja Oprah mælir með henni?! Gafst upp eftir ca. 30 bls. Jeminn eini... Er að hugsa um að byrja aftur á Karitas án titils, hún lofaði góðu. Svo er ég nú að vonast eftir einhverjum bókaglaðning þegar Júlía Rós kemur :)
En já, liðið er sofandi fyrir aftan mig, ég ætla að fara að leggja mig líka enda klukkan að verða 11 hér á bæ.
Góða nótt góðir hálsar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home