Af sjónvarpsmálum
Nú er ekki langt í að ég fari að tapa gleðinni skal ég segja ykkur!! Þegar við fórum af stað í sjónvarpsleit leist okkur (eða Heimi, hann sér um tækjadeildina á heimilinu) einna best á sjónvörpin hjá AlfaView en það eru dönsk sjónvörp. Við ákváðum að kaupa eitt stk. 40 tommu flatskjá en vegna mikilla vinsælda þurftum við að bíða í þrjár vikur eftir því. Þetta var nú svolítið erfið ákvörðun þar sem sérstaklega ég hef mikið gaman af því að horfa á tv, en við slógum til, við hlytum að geta lifað þetta af. Við áttum því að fá gripinn í 43. viku. (Danir reikna allt út frá vikum, engar dagsetningar, bara vikunúmer. Þetta vissi ég ekki fyrr en ég flutti út.) Eeeenn.... nú byrjar vika 46, endurtek 46 á morgun. Við erum ekki enn búin að fá helv... gripinn! Við hringdum í síðustu viku og þá sagði hann okkur að við ættum að hafa samband núna á þriðjudaginn í fyrsta lagi. Mér er ekki skemmt! Hefðum aldrei keypt þetta hjá þeim hefðum við vitað af þessari löngu bið!
Annars er Ingibjörg búin að fá Söngvaborg 1 og 2 í hendurnar. Ég er búin að fela þessa nr. 3, verður fínt að fá smá hvíld frá henni. Fyndið að sjá breytingarnar á Siggu og Maríu. Á fyrsta disknum er Sigga með knall stutt hár og María ófrísk og á næsta er Sigga komin með hár niður á axlir og María bumbulaus :) Ennþá heldur sú síðarnefnda áfram að vera heft.
Það gengur alveg vonum framar hérna hjá okkur að taka upp úr kössum. Einhverjir 3-4 eftir sem ég er svona að dúlla mér við. Okkur vantar líka hinn sófann. Þar sem við vorum í svo litlu húsnæði keyptum við okkur 2ja sæta sófa en núna ætlum við að kaupa 3ja sæta í stíl. Svo vantar okkur eitthvað undir blessaða sjónvarpið (þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann). Spurning bara hvort að við fáum góða veggfestingu hjá þeim í sárabætur!?! Best að bera það undir þá. Hnuss!
En jæja já, ætla ekki að svekkja mig meira á þessu í bili. Þið fáið annann reiðilestur um miðja vikuna ef ekkert heyrist frá þessu liði!
Vindum okkur í eitthvað skemmtilegt... JÓLIN :) Nú er sá sem býr í penthousinu fyrir ofan okkur búinn að setja upp seríu á svalirnar!! Og ég sem ætlaði að verða fyrst!! Læt þetta ekki viðgangast lengur og ætla því að fara af stað og kaupa seríur á svalirnar hjá okkur. Alveg á hreinu. Mér finnst þetta samt ekki fallegt hjá honum. Þetta er svona sería sem að lekur niður og það er akkúrat ekkert skipulag á perunum! Einhvern veginn allt út um allt. Ég ætla nú bara að fá mér plain hvíta seríu og setja hana upp, reglulega og þétt!! Það er svo fallegt. Svo hugsa ég nú að ég fari bara bráðum að skreyta. Kannski bara um næstu helgi, það væri alveg passlegt.
Alveg með eindæmum hvað ég róast við jólahugleiðingarnar :) Ætla að fara upp í rúm og endurnýja kynnin við Nágranna. Hef ekki horft á þá í tvær vikur eða eitthvað álíka!
Góða nótt.
    Nú er ekki langt í að ég fari að tapa gleðinni skal ég segja ykkur!! Þegar við fórum af stað í sjónvarpsleit leist okkur (eða Heimi, hann sér um tækjadeildina á heimilinu) einna best á sjónvörpin hjá AlfaView en það eru dönsk sjónvörp. Við ákváðum að kaupa eitt stk. 40 tommu flatskjá en vegna mikilla vinsælda þurftum við að bíða í þrjár vikur eftir því. Þetta var nú svolítið erfið ákvörðun þar sem sérstaklega ég hef mikið gaman af því að horfa á tv, en við slógum til, við hlytum að geta lifað þetta af. Við áttum því að fá gripinn í 43. viku. (Danir reikna allt út frá vikum, engar dagsetningar, bara vikunúmer. Þetta vissi ég ekki fyrr en ég flutti út.) Eeeenn.... nú byrjar vika 46, endurtek 46 á morgun. Við erum ekki enn búin að fá helv... gripinn! Við hringdum í síðustu viku og þá sagði hann okkur að við ættum að hafa samband núna á þriðjudaginn í fyrsta lagi. Mér er ekki skemmt! Hefðum aldrei keypt þetta hjá þeim hefðum við vitað af þessari löngu bið!
Annars er Ingibjörg búin að fá Söngvaborg 1 og 2 í hendurnar. Ég er búin að fela þessa nr. 3, verður fínt að fá smá hvíld frá henni. Fyndið að sjá breytingarnar á Siggu og Maríu. Á fyrsta disknum er Sigga með knall stutt hár og María ófrísk og á næsta er Sigga komin með hár niður á axlir og María bumbulaus :) Ennþá heldur sú síðarnefnda áfram að vera heft.
Það gengur alveg vonum framar hérna hjá okkur að taka upp úr kössum. Einhverjir 3-4 eftir sem ég er svona að dúlla mér við. Okkur vantar líka hinn sófann. Þar sem við vorum í svo litlu húsnæði keyptum við okkur 2ja sæta sófa en núna ætlum við að kaupa 3ja sæta í stíl. Svo vantar okkur eitthvað undir blessaða sjónvarpið (þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann). Spurning bara hvort að við fáum góða veggfestingu hjá þeim í sárabætur!?! Best að bera það undir þá. Hnuss!
En jæja já, ætla ekki að svekkja mig meira á þessu í bili. Þið fáið annann reiðilestur um miðja vikuna ef ekkert heyrist frá þessu liði!
Vindum okkur í eitthvað skemmtilegt... JÓLIN :) Nú er sá sem býr í penthousinu fyrir ofan okkur búinn að setja upp seríu á svalirnar!! Og ég sem ætlaði að verða fyrst!! Læt þetta ekki viðgangast lengur og ætla því að fara af stað og kaupa seríur á svalirnar hjá okkur. Alveg á hreinu. Mér finnst þetta samt ekki fallegt hjá honum. Þetta er svona sería sem að lekur niður og það er akkúrat ekkert skipulag á perunum! Einhvern veginn allt út um allt. Ég ætla nú bara að fá mér plain hvíta seríu og setja hana upp, reglulega og þétt!! Það er svo fallegt. Svo hugsa ég nú að ég fari bara bráðum að skreyta. Kannski bara um næstu helgi, það væri alveg passlegt.
Alveg með eindæmum hvað ég róast við jólahugleiðingarnar :) Ætla að fara upp í rúm og endurnýja kynnin við Nágranna. Hef ekki horft á þá í tvær vikur eða eitthvað álíka!
Góða nótt.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home