fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Fáir eftir

Ég er ekki að grínast í ykkur en ég á bara EINN kassa eftir. EINN KASSI!! Í honum eru bækur og allskonar pappírsdót, öll prjónablöðin mín og sv. fr. Veit ekki alveg hvar ég ætla að setja það en það kemur í ljós í næstu viku :)
Heimir á frí í skólanum á morgun og reyndar í dag líka þar sem kennarinn er lasinn. Við ætlum því að taka stefnuna á Ikea á morgun, sennilega lokasyrpan þar í bili. Ætlum einmitt að kaupa svona ?rúllaundirrúm? hirslur og þá getur Heimir tekið uppúr þeim tveimur kössum af tölvudóti sem hann á eftir. Þetta er því bara allt að smella hér hjá okkur, svei mér þá.

Jólakassinn er aftur kominn hingað upp en hann var óvart settur niður í geymslu. Ætli það verði ekki verkefni helgarinnar að fara yfir dót og setja jafnvel upp seríur. Elsa Sæný ætlar svo að koma í brunch á laugardaginn til okkar, kíkja á nýja heimilið :) Svo er einhver tölvu og leikjasýning um helgina sem Heimir er búinn að kaupa miða á. Ætli maður lufsist ekki þangað líka.

Annars er ég alveg steinhissa á því hvað gengur vel hjá Ingibjörgu að sofa í sínu herbergi. Var viss um að þetta yrði eitthvað mál, en nei, það heyrist ekki einu sinni í henni þegar ég legg hana í rúmið, syng og bið bænirnar. Ekki boffs og svo fer hún bara að sofa. Reyndar er fyndið að í hvert skipti sem ég byrja að syngja fer hún að skellihlægja!! :) Veit ekki alveg hvað hún meinar með því! Annaðhvort finnst henni það svona rosalega skemmtilegt eða henni finnst ég ekki vera með fulla fimm :) Spurning.

Það var yndislegt veður í dag, smá breyting frá rigningunni sem er búin að vera ríkjandi síðustu viku. Bara sól og blíða og meira að segja heitt. Skrítið að hugsa svo heim þar sem er alveg arfavitlaust veður og svaka snjór! Maður á eitthvað bágt með að ímynda sér það í sólinni. En við röltum Íslandsbryggjuna og höfðum það notalegt, komum svo heim fengum okkur eplalummur, jammí!

En jæja, það er kominn Granna-tími :)
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home