Gleðilegar fréttir
Nú hef ég fréttir að færa (vinsamlegast sitjið)!! Og nei ég er ekki ólétt :) Sjónvarpið er væntanlegt í hús á fimmtudaginn!! :) Alveg satt. Ég sé því fram á mikið sjónvarpsgláp næstu daga og já sennilega vikur. Finnst það líka allt í lagi þar sem við erum búin að vera sjónvarpslaus í TVO mánuði, á mikið gláp inni :) Er frekar mikið spennt.
Annars er rétt mánuður í mömmu og pabba. Mikið óskaplega hlakka ég til og mikið óskaplega kvíður mig fyrir þegar þau fara. En eins og Elma segir, að þá er verið að fara að bjóða upp á flug frá Eg til Köben á 8000 kall, svo það verður lítið mál að lengja helgi og koma :) Og líka æði fyrir okkur að fljúga næstum því heim, sleppa við alveg við borgina.
Kíktum í Ikea í dag bara til að tékka hvort hlutirnir væru komnir. En nei, ekki svo heppin. Langaði nefnilega svo að vera búin að fá allt áður en sjónvarpið kæmi í hús. Get nefnilega ekki beðið eftir því þegar ALLT er orðið eins og það Á að vera! Ekki svona einn pappakassi eftir og eitthvað dót þarna sem á ekki að vera þarna og er bara að bíða eftir hirslum! Hmmm vonandi skilst þessi setning :) ég skil hana allavegna.
Ælta ekki að hafa þetta lengra í bili.
Er búin að setja upp allar seríur :)
Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home