föstudagur, nóvember 24, 2006

Jólin koma, jólin koma senn

Aðeins einn mánuður til jóla!! Jii hvað ég hlakka til. Eftir nákvæmlega mánuð verða mamma og pabbi hérna hjá okkur, við búin að taka upp alla pakkana og Ingibjörg sennilega farin að sofa, ég löggst upp í rúm með glænýjann Arnald eða splunkunýja Yrsu og mjög sennilega bæði!! GET EKKI BEÐIÐ!!

Við Hrafnhildur ætlum á mánudaginn að fara í bæinn bara tvær :) það verður ljúft. Ætla að reyna að saxa aðeins á jólagjafalistann og kaupa ýmislegt. Ætla t.d. að fá mér svona dagatalakerti þar sem einn dagur er á einum litlum kertakubb og líka kerti í aðventukransinn. Svo vantar jólasveininum einar 10 gjafir í skó dömunnar svo það verður sennilega miklu eytt í þessari ferð :) Á morgun ætlum við hinsvegar að fara með Hrafnhildi og fjölskyldu að sjá þegar kveikt verður á jólaljósunum á Amagerbrogade. Hlakka til að sjá herlegheitin.

Rakst á þessa fínu uppskrift af jólaköku, og þar sem aðeins EINN mánuður er til jóla að þá ákvað ég að deila henni með ykkur, lesendur góðir. Hún léttir ykkur kannski lífið og stundirnar í jólamánuðinum :) Við Hrafnhildur erum allavegna mjög spenntar fyrir henni. Endilega lesið alla uppskriftina.

Jólakökuuppskrift

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga magnið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu borði... Skeið af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst nokkrum ávaxtakökur góðar hvort eð er?).

Hún Brynja var að gera jólalookið á síðuna hennar Ingibjargar. Alveg er stúlkan snillingur!! Skil ekki hvernig hún getur þetta. Við gerðum eina tilraun til að ég myndi læra á þetta, og nei það tókst ekki :) Takk enn og aftur Brynja mín!

Annars sitjum við skötuhjú hérna fyrir framan sjónvarpið, svona ef ykkur skyldi detta eitthvað annað í hug :)
Góða nótt og góða helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home