Komin í samband!
Já þá er ég komin í samband við umheiminn á ný. Get sko alveg sagt ykkur að þegar maður er bæði sjónvarpslaus og netlaus að þá dettur maður alveg út! Heimurinn hefði getað farist án þess að ég vissi af því... eða nei kannski ekki alveg.
Mikið er nú ljúft að vera komin í íbúðina. Þetta er æði. Algjör draumur að geta hreyft sig án þess að rekast í hina íbúana eða hluti. Gengur bara nokkuð vel að koma okkur fyrir. Samt nokkrir kassar ennþá sem á eftir að taka uppúr. En þetta er allt að fá á sig heimilislegan blæ :) Eitthvað hljóta danir samt að vera á móti skápum og hirslum. Þeir eru allavegna ekkert að spreða með skápapláss. Við urðum fara í Ikea og kaupa fleiri eldhússkápa og svona ýmislegt til að koma dótinu fyrir. Eigum enn eftir að kaupa einhverja hirslu inn á bað, því þeir sem mig þekkja vita að ég á smá slatta af snyrtivörum og kremdóti :)
Herbergið hennar Ingibjargar er tilbúið og er daman búin að sofa þar þrjár nætur. Fyrstu tvær tókum við hana yfir til okkar kl. 4 en síðustu nótt svaf mín eins og steinn þangað til pabbi hennar fór á stjá kl. hálf 7. þá kom hún yfir til mín og við sváfum til 8, bara ljúft :) Vonandi er hún því bara orðin sátt við sig þarna.
Heiða og Símon eru semsagt komin og farin. Æðislegt að fá þau. Heiða gisti hjá okkur eina nótt meðan Símon skrapp til Árhusa. Við eyddum einum degi í Fields og svo var farið á Strikið, í Fiskitorvuna, út að borða og haft það nice saman. Steingleymdi að láta þau skrifa í gestabókina!! Frekar svekkt yfir því. Nú er bara spurning hverjir koma næst... hef nú samt lúmskan grun um hverjir það verða. En það kemur í ljós.
Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, er að drepast úr höfuðverk. Kalla mig góða að hafa þó getað skrifað þetta. Við förum að passa á morgun hjá Hrafnhildi þar sem þau hjúin ætla að skella sér á Gerorge Micheal tónleika.
Hafið það gott um helgina og farið varlega í þessu brjálaða veðri sem ég las um í Mogganum!
Já þá er ég komin í samband við umheiminn á ný. Get sko alveg sagt ykkur að þegar maður er bæði sjónvarpslaus og netlaus að þá dettur maður alveg út! Heimurinn hefði getað farist án þess að ég vissi af því... eða nei kannski ekki alveg.
Mikið er nú ljúft að vera komin í íbúðina. Þetta er æði. Algjör draumur að geta hreyft sig án þess að rekast í hina íbúana eða hluti. Gengur bara nokkuð vel að koma okkur fyrir. Samt nokkrir kassar ennþá sem á eftir að taka uppúr. En þetta er allt að fá á sig heimilislegan blæ :) Eitthvað hljóta danir samt að vera á móti skápum og hirslum. Þeir eru allavegna ekkert að spreða með skápapláss. Við urðum fara í Ikea og kaupa fleiri eldhússkápa og svona ýmislegt til að koma dótinu fyrir. Eigum enn eftir að kaupa einhverja hirslu inn á bað, því þeir sem mig þekkja vita að ég á smá slatta af snyrtivörum og kremdóti :)
Herbergið hennar Ingibjargar er tilbúið og er daman búin að sofa þar þrjár nætur. Fyrstu tvær tókum við hana yfir til okkar kl. 4 en síðustu nótt svaf mín eins og steinn þangað til pabbi hennar fór á stjá kl. hálf 7. þá kom hún yfir til mín og við sváfum til 8, bara ljúft :) Vonandi er hún því bara orðin sátt við sig þarna.
Heiða og Símon eru semsagt komin og farin. Æðislegt að fá þau. Heiða gisti hjá okkur eina nótt meðan Símon skrapp til Árhusa. Við eyddum einum degi í Fields og svo var farið á Strikið, í Fiskitorvuna, út að borða og haft það nice saman. Steingleymdi að láta þau skrifa í gestabókina!! Frekar svekkt yfir því. Nú er bara spurning hverjir koma næst... hef nú samt lúmskan grun um hverjir það verða. En það kemur í ljós.
Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, er að drepast úr höfuðverk. Kalla mig góða að hafa þó getað skrifað þetta. Við förum að passa á morgun hjá Hrafnhildi þar sem þau hjúin ætla að skella sér á Gerorge Micheal tónleika.
Hafið það gott um helgina og farið varlega í þessu brjálaða veðri sem ég las um í Mogganum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home