sunnudagur, nóvember 19, 2006

Leti og skreytingar

Merkilegt þegar bloggletin hellist svona yfir mann. Hugsa allann daginn, já best að blogga svo í kvöld, og ekkert gerist. Ég sest samt niður við tölvuna en fer að gera eitthvað ALLT annað :) En svona er þetta. Núna sit ég í stofunni með kveikt á seríunum og kertum, með einn öl (auðvitað :)) og hlusta á Bylgjuna. Mjög notaleg stemming.

Helgin var fín. Ég er búin að skreyta! :) Jájá setti meira að segja upp nokkrar jólastyttur og svona jóladúll. Ætlaði samt ekki að gera það, ætlaði bara að setja upp seríurnar og geyma hitt aðeins, en svo þegar ég fór að skoða dótið þá gat ég bara ekki annað :) Reyndar er ég ekki alveg búin með seríumálin, það eru nefnilega svo rosalega stórir sumir gluggarnir (eiginlega frá gólfi og upp í loft) að ég verð aðeins að skoða hvað ég geri þar. Held samt að ég endi á að setja í hálfan gluggann, þið vitið svona L á hvolfi. Hugsa að það kæmi vel út í gluggann við hliðina á Ingibjargar glugga. Já held það bara. Setti litaseríu inn í okkar herbergi því mér finnst svo notaleg birtan sem kemur af þeim í gegnum gardínurnar, en allt annað er hvítt. Líst samt ekki á hvað danirnir eru eitthvað seinir. Að vísu eru aðeins fleiri búnir að setja upp útiseríu en ekkert gerist í gluggamálum.

Annars sveik Ikea okkur heldur betur... það var bara ekkert til af því sem okkur vantaði, þ.e.a.s. stóru hlutirnir. Ætluðum að kaupa skenk (jeminn hvað þetta er skrítið orð), og innréttingu inn á bað. Þetta á samt að koma núna í næstu viku. Já það er margt sem á að koma núna í vikunni! Sófinn og TV-ið :) svei mér þá, ég bíð spennt að vita hvernig það fer. Ég tjúllast ef þeir segja svo að það komi í þarnæstu viku!!

En jæja, búin að skila smá bloggi. Gæti nú alveg bablað eitthvað meira en það er kominn Granna tími :)
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home