miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Pakka inn

Ég er búin að eyða dágóðum tíma af deginum í að pakka inn jólagjöfum. Gerði heiðarlega tilraun til þess hérna á gólfinu með Ingibjörgu að skottast í kringum mig. Byrjaði að pakka inn til Björns Hermanns og gekk það vel, byrjaði næst á systur hans sem gekk líka vel, en þegar ég byrjaði á þriðja pakkanum til Nönnu Bjarkar, þá var mín búin að rífa utan af pakkanum hennar Hólmfríðar og hélt á ánægð á gjöfinni!! :) Ég er því farin að átta mig á því að ég fæ ekki að taka upp pakkana hennar núna á jólunum eins og síðast!! Svolítið svekkt yfir því :) En ég reyndi nokkarar tilraunir enn að pakka inn til Hólmfríðar en það var alveg sama, Ingibjörg var ekki sátt við þetta og hélt fast í gjöfin. Ég hætti því og byrjaði aftur þegar pabbi hennar kom heim :) Ég er semsagt búin að pakka inn 10 gjöfum, gott að það er frá. Nú er bara að byrja á seinna hollinu.

þið skötuhjú í Hafnarfirðinum, ég er komin með ágætislausn á sjónvarpsmálunum. þið komið bara fljótlega til Danmerkur eftir jólin og þá verða Heimir og Hermann hérna heima að skoða og fikta í sjónvarpinu með börnin og við dömurnar verðum í búðunum!! :) Hvernig líst ykkur á? Nú ef Hermanni líst vel á sjónvarpið þá kaupið þið það bara hérna. Finnst þetta alveg brilljant lausn!! :)

Heiða, ég næ aldrei að commenta hjá
þér! Meiri vitleysan þessi síða þín!! Endilega farðu nú að skipta um síðu. Er svolítið pirruð... en samt sagt í góðu :)

Ætla upp í rúm að horfa á Nágranna. Er svolítið búin að vanrækja
þá eftir að sjónvarpið kom í hús.
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home