þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Sófi... chek!!

Já sófinn er sko mættur í hús! Varð mikið glöð þegar þeir komu í dag með hann. Kíktum svo á Ikea síðuna til að ath með húsgögnin þar, og jú það er sko líka komið :) þurfum því að gera okkur eina Ikeaferð í vikunni. Ohh líður vel að allt skuli fara að smella hérna.

Annars áttum við góða helgi. Sáum þegar jólaljósin voru tendruð á Amagerbrogade og horfðum á jólalestina. Kíktum svo í Fiskitorfuna og keyptum 2 jólagjafir. Við Hrafnhildur fórum svo á Strikið og þar í kring í gær og náði ég að kaupa 3 gjafir í þeirri ferð. Ætli ég sé þá ekki búin með einar 10 gjafir, hugsa það. Það er nú slatti eftir, en þetta er fljótt að koma.

Hermann, átti að segja þér frá Heimi að myndin í sjónvarpinu er GEÐVEIK og að þetta er þvílíkt tæki!! :) Hann hefði alveg þegið þinn félagskap við allt þetta fikt og allar stillingar.

þórey, ég gleymdi alltaf að segja þér að ég sef nær hurðinni... endurtek, NÆR hurðinni :)

Ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Klukkan að verða 12 að miðnætti svo ég ætla að fara að sofa.
Guð geymi ykkur og góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home