Sjónvarpsmál, kafli 2
Erum við komin með sjónvarpið? Neeeiii. Og Svanfríður, er ég búin að tapa gleðinni? Neiii ekki heldur, en það er ekki langt í það. Fengum okkur hjólatúr í dag í búðina til þeirra og þar hellti ég mér yfir afgreiðslumanninn. Sagðist ekki vera par ánægð með þetta og hefði ég vitað þetta þegar ég keypti sjónvarpið fyrir TVEIMUR MÁNUÐUM SÍÐAN hefði ég aldrei keypt það! Hann sagði okkur að það ætti í síðasta lagi að koma á þriðjudag í næstu viku!! Ég sagði bara: Yeah right!! Þetta var sagt við okkur í síðustu viku og þetta er orðið svolítið þreytt. En það er víst ekkert við þessu að gera, þakka bara Guði fyrir tölvuna og internetið. En megi Guð hjálpa þeim ef tækið kemur ekki í næstu viku!
Annars fóru feðginin í klippingu í gær. Já við kíktum á stofuna sem Birgitta er nýbúin að opna ásamt annarri íslenskri stelpu. Birgitta var að vinna með Sigrúnu á Quest þannig að það er ágætt að vita að maður er í öruggum höndum. Var nefnilega búin að hafa miklar áhyggjur af því hver ætti að hugsa um hausana á fjölskyldunni. Pantaði líka jólaklippinguna fyrir familyuna og fer ég 9. des og feðginin 18. Sé bara til hvort að Ingibjörg þurfi aftur klippingu, hún var bara orðin svo mikil lubbalína núna að ég gat ekki setið á mér og fékk Birgittu til að klippa hana. Ég get hinsvegar ekki beðið eftir því að komast í klippingu. Endarnir á hárinu á mér eru orðnir hræðilegir og spilar sennilega allt saman, vatnið, sléttujárnið og Ingibjörg, því henni finnst fátt skemmtilegra en að dúllast í hárinu á mér þegar við erum að knúsast eitthvað.
Við erum búin að setja upp seríu!! :) Hahaha og við erum sko alveg að rúlla upp þessum nágrönnum :) Keyptum seríu með svona hvít-bláum ljósum, þannig að hún er svaka skær. Aðrar skreytingar á húsinu falla algjörlega í skuggann af henni!! :) Hahahaha!! En þetta kemur ægilega vel út, hver pera á sínum stað, allar snúa fram og allt þráðbeint! Bara eins og þetta á að vera! Spurning hvort ég verði ekki að smella mynd af þessu og skella inn á Barnalandið. Kann nefnilega ekki að setja myndir inn á þessa síðu. En ég er búin að skoða þetta betur hjá nágrannanum og hann er með svona seríunet. Ekki fallegt hjá honum. Svo er annar hér í húsinu búinn að setja upp seríu, og hann bara vafði seríunni um handriðið þannig að það sjást bara ljós á stangli. Alls ekki fallegt. Ekki einu sinni vafið reglulega heldur bara einhvern veginn! Þetta er auðvitað bara hneyksli!
Keyptum okkur 3ja sæta sófann í gær. Hann á að koma til okkar fyrir helgi!! Þetta er eiginlega bara of gott til að vera satt! En ég ætla nú samt ekkert að láta mér bregða þó hann komi svo ekki fyrr en eftir 2 vikur eða svo eins og var með hinn sófann :)
En jæja, ætla að fara upp í rúm og horfa á Nágranna. Jiii hvað ég væri löngu dauð ef ég hefði ekki internetið og Granna!
Góða nótt.
Erum við komin með sjónvarpið? Neeeiii. Og Svanfríður, er ég búin að tapa gleðinni? Neiii ekki heldur, en það er ekki langt í það. Fengum okkur hjólatúr í dag í búðina til þeirra og þar hellti ég mér yfir afgreiðslumanninn. Sagðist ekki vera par ánægð með þetta og hefði ég vitað þetta þegar ég keypti sjónvarpið fyrir TVEIMUR MÁNUÐUM SÍÐAN hefði ég aldrei keypt það! Hann sagði okkur að það ætti í síðasta lagi að koma á þriðjudag í næstu viku!! Ég sagði bara: Yeah right!! Þetta var sagt við okkur í síðustu viku og þetta er orðið svolítið þreytt. En það er víst ekkert við þessu að gera, þakka bara Guði fyrir tölvuna og internetið. En megi Guð hjálpa þeim ef tækið kemur ekki í næstu viku!
Annars fóru feðginin í klippingu í gær. Já við kíktum á stofuna sem Birgitta er nýbúin að opna ásamt annarri íslenskri stelpu. Birgitta var að vinna með Sigrúnu á Quest þannig að það er ágætt að vita að maður er í öruggum höndum. Var nefnilega búin að hafa miklar áhyggjur af því hver ætti að hugsa um hausana á fjölskyldunni. Pantaði líka jólaklippinguna fyrir familyuna og fer ég 9. des og feðginin 18. Sé bara til hvort að Ingibjörg þurfi aftur klippingu, hún var bara orðin svo mikil lubbalína núna að ég gat ekki setið á mér og fékk Birgittu til að klippa hana. Ég get hinsvegar ekki beðið eftir því að komast í klippingu. Endarnir á hárinu á mér eru orðnir hræðilegir og spilar sennilega allt saman, vatnið, sléttujárnið og Ingibjörg, því henni finnst fátt skemmtilegra en að dúllast í hárinu á mér þegar við erum að knúsast eitthvað.
Við erum búin að setja upp seríu!! :) Hahaha og við erum sko alveg að rúlla upp þessum nágrönnum :) Keyptum seríu með svona hvít-bláum ljósum, þannig að hún er svaka skær. Aðrar skreytingar á húsinu falla algjörlega í skuggann af henni!! :) Hahahaha!! En þetta kemur ægilega vel út, hver pera á sínum stað, allar snúa fram og allt þráðbeint! Bara eins og þetta á að vera! Spurning hvort ég verði ekki að smella mynd af þessu og skella inn á Barnalandið. Kann nefnilega ekki að setja myndir inn á þessa síðu. En ég er búin að skoða þetta betur hjá nágrannanum og hann er með svona seríunet. Ekki fallegt hjá honum. Svo er annar hér í húsinu búinn að setja upp seríu, og hann bara vafði seríunni um handriðið þannig að það sjást bara ljós á stangli. Alls ekki fallegt. Ekki einu sinni vafið reglulega heldur bara einhvern veginn! Þetta er auðvitað bara hneyksli!
Keyptum okkur 3ja sæta sófann í gær. Hann á að koma til okkar fyrir helgi!! Þetta er eiginlega bara of gott til að vera satt! En ég ætla nú samt ekkert að láta mér bregða þó hann komi svo ekki fyrr en eftir 2 vikur eða svo eins og var með hinn sófann :)
En jæja, ætla að fara upp í rúm og horfa á Nágranna. Jiii hvað ég væri löngu dauð ef ég hefði ekki internetið og Granna!
Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home