fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Skrúfa, skrúfa

Það var farin Ikea ferð í dag og svei mér þá ef allt var ekki bara til :) Kvöldinu er því varið í að skrúfa og setja saman húsgögn. Mikið gaman.

Annars held ég að Sigurjón Gísli komi í bítið í fyrramálið. Hann ætlar að kíkja á okkur þar til hann fer í næsta flug um hádegi. Það verður gaman að sjá hann.

Síðasti dagur mánaðarins. 1. des á morgun sem þýðir að við Ingibjörg opnum dagatalið okkar :) Hún fékk voða fínt súkkulaði Disney dagatal og ég fékk líka dagatal. Svo er auðvitað myndadagatalið sem við fengum frá Líönu. Svo það verður nóg að opna næstu 24 dagana.

En jæja, ég MÁ víst ekki vera í tölvunni... á að fara að setja saman skúffu í sjónvarpsskenkinn.

Kveð í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home