sunnudagur, desember 24, 2006

Aðfangadagur og 4 í aðventu

Já það er sko kominn aðfangadagur hér í Danmörku sem og annarsstaðar. Og nú kveikjum við líka á fjórða kertinu sem er Englakertið. Minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.

Þetta er búinn að vera góður dagur. Möndlugrauturinn var borðaður í hádeginu og var það sko ÉG sem fékk möndluna :) það var samt ekki svindlað eins og fyrstu 14 árin mín, mandlan var ekki sett í diskinn minn! Vann þetta sko alveg fair.

Það er orðið mjög jólalegt hjá okkur, pakkarnir komnir undir tréð og ég er búin að hafa Bylgjuna í gangi í allann dag, svo íslensku jólalögin eru búin að hljóma í eyrum okkar í dag. Alveg yndislegt.

Mamma er búin að gera eftirréttinn, pabbi er að gera forréttinn og svo er Heimir að fara að undirbúa sig í aðalréttinn, hreindýrið. Ég mun svo sennilega vera í meðlætinu og dúllast í kringum þau.

Elsku vinir nær og fjær, ég óska ykkur gleðilegra jóla. Hafið það gott yfir hátíðina.

Jólakveðja frá Myggenæsgade 7,
Ykkar Úrsúla Manda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home