mánudagur, desember 04, 2006

Fjögur skref

Ég ætlaði nú aldeilis að vera dugleg í kvöld og byrja á jólakortunum. En nei, ég gleymdi mér á netinu! Ekki í fyrsta skipti sem að það gerist. Held að flestir kannist við þetta :) Þegar ég fór svo að huga mér til hreyfings þá var klukkan bara orðin hálf 11!

Ingibjörg tók fjögur skref í dag :) jájá, hún fer sér hægt og er ofur varkár en þetta hlýtur að fara að koma hjá henni. Get ekki beðið eftir því að sjá hana labba um eina og óstudda, það verður sko bara gaman.

Talaði við mömmu, afa og ömmu á Skypinu áðan. Get ekki hætt að dásema þetta blessaða Skype og vefmyndavélin er auðvitað algjört möst! Nú bara verður þú, Heiða mín að fara að koma þessu upp hjá þér.

Náði engu sambandi við John Grisham bókina, svo ég er að hugsa um að taka upp þráðinn þar sem ég skildi við Karitas án titils, aftur. Ætli ég þurfi bara ekki að byrja upp á nýtt á henni. Annars bíð ég svo spennt eftir jólabókunum, það er kannski þess vegna sem ég næ ekki að festast við neina. Endilega ef þið hafið lesið einhverja góða bók nýlega, látið mig vita.

Hef lítið sem ekkert að segja ykkur, bíð ykkur því góðrar nætur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home