Fyrsti í aðventu
Annars allt gott að frétta héðan. Sigurjón Gísli millilenti hér á föstudaginn á leið sinni heim, og kíkti til okkar í nokkra tíma. Ægilega gaman að sjá hann, verst að hann skyldi ekki stoppa lengur. En hann kemur kannski aftur einhvern tímann og þá kannski bara öll fjölskyldan :) Aldrei að vita.
Ingibjörg er auðvitað farin að opna dagatalið sitt. Finnst nú samt eins og ég sé miklu spenntari en hún yfir þessu :) hún borðar þó súkkulaðið með bestu lyst.
Við tókum jólakortamyndina af dömunni í gær og fórum með í framköllun. Tókst svaka vel og var hún skellihlægjandi á þeim 60 myndum sem var smellt af henni :) þær voru bara allar svo góðar að við áttum í erfiðleikum að velja!! Heimir kom með þá uppástungu að senda bara disk til allra :) Held samt ekki. En það varð svaka fín mynd fyrir valinu :) Nú er bara að setjast niður og hefjast handa við að skrifa, ohh það er svo gaman að skrifa jólakort.
Tókum Nágrannamaraþon um helgina! Get svarið það, ekki veit ég hvað við horfðum á marga þætti föstudags- og laugardagkvöldin, en þeir voru sennilega yfir 20!! Jiii og það sem þeir eru ekki spennandi, alveg eigið þið mikið í vændum!! :) Hvar eru þið ca. stödd núna? Nennir einhver að segja mér...
Vorum í 9 ára afmæli hjá Önnubellu í dag. Voða gaman. Ásdís og Gylfi komu líka í dag og komu þau með fullar töskur af mat!! T.d. venjulegt Cerios (sem virðist ekki fást hér), krydd, osta, flatbrauð og súrmat svo eitthvað sé nefnt. Það síðarnefnda er auðvitað BARA handa MÉR :) Jú kannski að ég prufi að gefa Ingibjörgu smakk á pungum.
Annars þegar ég lít út um gluggana á íbúðinni þá sé ég orðið jólatré í fullum skrúða í öðrum hverjum glugga!! Jájá, um að gera að vera ekkert að skreyta neitt, bara að setja upp jólatréð 1. des!! Ekki í lagi með þessa Bauna!! Við ætlum nú að fara að fjárfesta í einu stk. svo að maður verði ekki búinn að missa af bestu trjánum. Held samt að ég bíði með að skreyta þangað til að mamma og pabbi koma. Já var ég búin að minnast á breytt plan? Nei held ekki. En við förum sem sagt ekki til Heiligenhaven á milli hátíða eins og ráðgert var. Ég er því aðeins búin að breyta planinu, dýragarðurinn er bara á dagskrá á milli hátíða. Taka bara Tívolíið fyrir jól og dúllast saman í bænum. Flott plan :) þið hafið bara samband ef þið þurfið að plana eitthvað :)
Sofið vært!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home