fimmtudagur, desember 14, 2006

Heimilisfang

Já Þóra Matthildur bað um heimilisfangið og ákvað ég bara að skella því hérna inn. Það er því engin afsökun að skrifa ekki jólakort til okkar!! Nú svo getið þið líka kíkt í heimsókn :)

Myggenæsgade 7, 5-2
2300 Köbenhavn S

Hef mikið verið að pæla í að skipta um bloggstað. Finnst allir vera komnir á mbl bloggið, blog.is dæmið. Veit samt ekki, það væri nú samt bara gaman að breyta aðeins til. Ég hef bara einu sinni breytt bloggsíðunni minni á einhverjum fjórum árum held ég!! Og það gerði Heimir fyrir mig þegar ég var ólétt. En ætli þetta sé eitthvað flókið? Hvað segi þið sem notið þetta?

Búin að vígja fína Weber grillið okkar og maturinn var sko æði. Heimir rumdi í öðrum hverjum bita og það veit á gott :) Gerði lystasósuna hans pabba, piparosta-sveppasósuna. Getur ekki klikkað!!

Jahérna, tvö blogg á einum degi... ussuss :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home