Jólatré í stofu stendur
Erum búin að skella upp jólatrénu, setja seríuna á og smá skraut. Verð samt að kaupa fleiri kúlur, hugsa rauðar og silfraðar þetta árið. Ekki svart eins og er í tísku! Dettur það bara ekki í hug, finnst það guðlast! Svart jólaskraut... hnuss!
Fékk sendar myndir úr jólasnjónum heima. Jiii hvað það er jólalegt í Mýrunum. Elma ég legg inn eina pöntun... langar í mynd af Gauksmýri 4 :) Ohh það væri notalegt að vera að fara heim í snjóinn. Það er allt annað upp á teningnum hér í Köben, hér er bara vorstemming, 10 stiga hiti og ljúft veður. Reyndar hefur ekki komið snjór hér í vetur síðan 1. nóvember þegar Heiða og Símon komu. Og þá bara smá föl.
Annars erum við að spá í að koma heim um Páskana. Við Ingibjörg kannski í mars einhvern tímann og Heimir svo þegar hann fengi frí. En það kemur allt í ljós. Ætli það verði hægt að fljúga beint til Egilsstaða? Þarf að kanna það.
Keypti í dag ramma fyrir brúðkaupsmyndina af Júlíu Rós og Hermanni. Þau taka sig vel út í silfur ramma. Nú er bara að bíða eftir myndinni af Heiðu og Símoni, og þá verður þeim stillt upp hlið við hlið uppi á hillu.
Erum að horfa á fréttirnar. Allt að verða vitlaust upp á Norrebro út af lokun Ungdómshússins. Götubardagi og alles. Ussuss. Hér á Bryggjunni ríkir hinsvegar friður og ætla ég að fara að koma mér í háttinn, þó fyrr hefði verið. Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home