Ég er búin með allar jólagjafir nema Heimi, mömmu og pabba!! Allt búið sem þarf að senda heim. Já og mér líður OFUR vel. Við mæðgur fórum í Fields og þar sópuðumst við um í rúma tvo tíma og kláruðum mest allt. Hef hins vegar ekki haft neinn tíma í jólakortin í dag, en það er nú í lagi, skrifa bara á morgun. Og já á morgun má ég sækja myndirnar af Ingibjörgu, hlakka til að sjá þær :)
Foreldrar Heimis voru hjá okkur í dag og í kvöld. Gerði fyllta-kjúklingabringu-réttinn sem ég hef ekki gert síðan Elma var í mat einhvern tímann í sumar. En mikið er hann alltaf góður. Ásdís færði mér svaka flotta jólarós sem kemur vel út hérna í stofunni. Ætlaði einmitt að fara að fá mér eina, finnst þær svo fallegar. Vona að ég nái að halda lífi í henni í langan tíma.
Segjum þetta gott í kvöld.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home