miðvikudagur, desember 06, 2006

Julegaver

Ég er búin með allar jólagjafir nema Heimi, mömmu og pabba!! Allt búið sem þarf að senda heim. Já og mér líður OFUR vel. Við mæðgur fórum í Fields og þar sópuðumst við um í rúma tvo tíma og kláruðum mest allt. Hef hins vegar ekki haft neinn tíma í jólakortin í dag, en það er nú í lagi, skrifa bara á morgun. Og já á morgun má ég sækja myndirnar af Ingibjörgu, hlakka til að sjá þær :)

Foreldrar Heimis voru hjá okkur í dag og í kvöld. Gerði fyllta-kjúklingabringu-réttinn sem ég hef ekki gert síðan Elma var í mat einhvern tímann í sumar. En mikið er hann alltaf góður. Ásdís færði mér svaka flotta jólarós sem kemur vel út hérna í stofunni. Ætlaði einmitt að fara að fá mér eina, finnst þær svo fallegar. Vona að ég nái að halda lífi í henni í langan tíma.

Annars eru 2 og hálfur moli eftir í Nóa Siríus konfektkassanum. Heimir hefur ekki fengið einn mola! Hef samt alveg boðið honum, hann segir bara alltaf nei. Sagði við hann áðan að ég væri að verða búin svo ef hann ætlaði að fá þá yrði það að vera núna! Hann vildi ekki. Ætla samt að gefa honum þennan hálfa mola, finnst hann nefnilega ekki góður. Nema ég gefi kannski Ingibjörgu hann frekar. Hún verður ábyggilega glöð :) það kemur svo kíló af konfekti með mömmu og pabba eftir hálfan mánuð!! Hlakka til!

Segjum þetta gott í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home