Notalegheit
Þetta eru aldeilis búin að vera ljúf jól. Aðfangadagskvöld var æðislegt og hreindýrið algjört lostæti. Ég var búin að spá því að Ingibjörg myndi taka upp 2-4 gjafir eða svo og þá væri gamanið búið, nei mín sat sko og opnaði hvern pakkann á fætur öðrum :) og hafði sko gaman að. Það var frábært að fylgjast með henni. Þúsund þakkir fyrir okkur :)
Í gær var svo jólaboðið. Þar var mikið stuð, fullt af fólki og þvílíkur veislumatur. Dagurinn í dag er svo búinn að vera dagur letinnar í bókstaflegri merkingu. Við afrekuðum þó að fara í eins og hálftíma göngu sem var mjög hressandi.
En eins og ég var búin að segja fékk ég bæði Arnald og Yrsu í jólagjöf. Byrjaði á Yrsu og hún lofar góðu. Bíð svo spennt eftir því að kíkja á Arnald.
Á morgun er svo stefnan tekin á jólativolí. Loksins :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home