Næstsíðasti dagur ársins
alveg að renna sitt skeið og í gær tók frökenin á bænum heil 10 skref í einu!! :) Og það náðist upp á video :) Mikil kátína hjá fjölskyldunni. Hún er alveg æst í að labba þessa dagana með því að láta leiða sig og er aðal sportið að fara fram á gang, labba upp og niður tröppurnar og fara svo í lyftuna. Mikið stuð. Nú hlýtur þetta að fara að koma hjá henni, en það er sama tuggan... hún er bara svo varkár :)
Það er mikið búið að vera að gera hjá okkur síðustu daga. Við erum búin að fara í Tivolí, í dýragarðinn og göngutúra svo eitthvað sé nefnt, og í dag fórum við mamma bara tvær í Fields og gleymdum okkur þar í fjóra tíma. Í fyrrakvöld fórum við skötuhjú tvö út að borða og í bíó á nýju Bond myndina. Verð nú að segja að myndin er bara þrælgóð. Bjóst ekki við miklu þar sem ég er nú ekki mikill Bond aðdáandi. Finnst þeir alltaf svo glataðir eitthvað og bara leiðinlegar myndir. En þessi var góð. Mads var auðvitað bara flottur og mér líst vel á Daniel Craig í þessu hlutverki. Reyndar var Bond gellan að þessu sinni frekar glötuð og ekkert varið í hana. En nóg um Bond...
Heimir minn á afmæli á morgun. Það á því að halda smá afmælisveislu og bjóða systrum hans og fjölskyldu í kaffi. Það verður svo tvíréttað hjá okkur annaðkvöld, endur og hamborgarahryggur. Hlakka til :)
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rakettunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home