Þriðji í aðventu
Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans.
Já spáið í því, aðeins 1 vika til jóla!! Mér finnst alltaf svo gaman þegar 4 í aðventu lendir á aðfangadegi. Finnst það svo rosalega hátíðlegt. Svo styttist aldeilis í mömmu og pabba, aðeins 3 dagar! Pabbi ætlaði að athuga það á morgun hvað þau mættu vera með mikinn farangur, semsagt kílóafjöldinn. Held eiginlega að þau verði bara að taka nærbuxur til skiptanna og kaupa sér svo föt hérna úti, svona miðað við farangurinn sem kominn er. Held að það sé full taska og rúmleg það bara pakkar! Þá er jólasteikin (hreindýrið) eftir og fiskurinn og, og, og... þetta verður fróðlegt hjá þeim.
Fórum í heimsókn til Hrafnhildar og co í dag. Þar var ein lítil skotta sem er 14 mánaða og hleypur um allt!! :) Ferlega fyndið. Hún er líka eitthvað svo lítil og mikill kubbur að það var alveg með ólíkindum að sjá hana á ferðinni :) og hún fer ekkert hægt, neinei hún alveg æðir áfram. Ingibjörgu fannst þetta nú ekkert merkilegt og elti hana bara um skríðandi á sínum fjórum! Svei mér þá... markmiðið var að um jólin yrði hún farin að labba, en ég held að ég sé nú bara farin að færa það til Páskanna! Þá hlýt ég að vera nokkuð seif :)
Feðginin fara í jólaklippinguna á morgun. Ætli við skreppum svo ekki smá rúnt á Strikinu áður en Heimir fer í skólann. Alveg upplagt :)
Er orðin hálf stjörf af syfju hérna... bið Guð að geyma ykkur og dreymi ykkur vel.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home