Skrifi skrif
Sko maður rétt nær að blogga fyrir miðnætti. Segið svo að ég sé ekki að standa mig!! :)
Byrjaði á jólakortunum í kvöld. Eyddi að vísu einum og hálfum tíma í að spjalla við Heiðu á msn, en kom svo sterk inn aftur í skrifin. Að vísu voru það kortin hennar mömmu sem voru kláruð frá, byrja á okkar á morgun. Jii hvað mér finnst gaman að skrifa jólakort. Finnst samt svolítið vanta að ég sé ekki við eldhúsborðið í Gauksmýrinni, með íslenska jólatónlist og mömmu eitthvað að snúllast í kringum mig. En það verður sko svoleiðis fyrir næstu jól, semsagt jólin 2007 :) Jiii mig hlakkar til!! Mætti segja mér að ég eigi eftir að fá heimþrá núna um jólin, þó ég sé með mömmu og pabba hjá mér. Æji ég er bara svo vanaföst að mér finnst frekar erfitt að vera ekki heima. Amma og afi ekki og bara allt sem ég er vön að hafa í kringum mig. Eins gott að mamma og pabbi selji aldrei húsið... ég myndi samt mæta um hver jól og planta mér bara fyrir framan húsið!!
Annars fórum við niður við Nýhöfn í dag með foreldrum Heimis. Ferlega gaman að sjá jólabúninginn sem Nýhöfn er komin í og svo auðvitað jólamarkaðurinn skemmtilegur. Ég hálf öfunda nú bara Elsu Sæný að eiga heima í þessu öllu :) Reyndar tók ég eftir því að þetta endar hjá þeim, 22. desember!! Jólin eru ekki einu sinni komin þá! Finnst þetta nú svolítið skrítið. En við náum að fara með mömmu og pabba þarna 21.
Ætla á morgun að skella mér í Fields og reyna að klára sem mest af jólagjöfunum sem eftir eru. Hugsa að það takist þar sem ég er nú með ýmislegt í huga.
Jæja, ætla að fara að leggja mig svo ég verði til í jólahasarinn á morgun.
Sko maður rétt nær að blogga fyrir miðnætti. Segið svo að ég sé ekki að standa mig!! :)
Byrjaði á jólakortunum í kvöld. Eyddi að vísu einum og hálfum tíma í að spjalla við Heiðu á msn, en kom svo sterk inn aftur í skrifin. Að vísu voru það kortin hennar mömmu sem voru kláruð frá, byrja á okkar á morgun. Jii hvað mér finnst gaman að skrifa jólakort. Finnst samt svolítið vanta að ég sé ekki við eldhúsborðið í Gauksmýrinni, með íslenska jólatónlist og mömmu eitthvað að snúllast í kringum mig. En það verður sko svoleiðis fyrir næstu jól, semsagt jólin 2007 :) Jiii mig hlakkar til!! Mætti segja mér að ég eigi eftir að fá heimþrá núna um jólin, þó ég sé með mömmu og pabba hjá mér. Æji ég er bara svo vanaföst að mér finnst frekar erfitt að vera ekki heima. Amma og afi ekki og bara allt sem ég er vön að hafa í kringum mig. Eins gott að mamma og pabbi selji aldrei húsið... ég myndi samt mæta um hver jól og planta mér bara fyrir framan húsið!!
Annars fórum við niður við Nýhöfn í dag með foreldrum Heimis. Ferlega gaman að sjá jólabúninginn sem Nýhöfn er komin í og svo auðvitað jólamarkaðurinn skemmtilegur. Ég hálf öfunda nú bara Elsu Sæný að eiga heima í þessu öllu :) Reyndar tók ég eftir því að þetta endar hjá þeim, 22. desember!! Jólin eru ekki einu sinni komin þá! Finnst þetta nú svolítið skrítið. En við náum að fara með mömmu og pabba þarna 21.
Ætla á morgun að skella mér í Fields og reyna að klára sem mest af jólagjöfunum sem eftir eru. Hugsa að það takist þar sem ég er nú með ýmislegt í huga.
Jæja, ætla að fara að leggja mig svo ég verði til í jólahasarinn á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home