laugardagur, desember 23, 2006

Ætla bara rétt að láta vita af mér. Klukkan alveg að fara að slá í aðfangadag. Búið að vera nóg að gera eftir að mamma og pabbi komu til okkar, alveg yndislegt auðvitað. Erum búin að bralla fullt og hafa það gott. Fara á Strikið og niður í Nýhöfn, í Fields, baka smákökur og margt fleira. Í kvöld var svo skötuveisla hjá Hrafnhildi og Viðari, þar voru Ásta Sigrún og fjölskylda og fleiri. Mjög gaman.

Ætlum að hafa það náðugt á morgun, rétt að kíkja á Hrafnhildi og skila af okkur pökkum.

Bið að heilsa ykkur í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home