Tönn um tennur
Fyrsta augntönnin hjá Ingibjörgu leit dagsins ljós í gær. Hún er í efri góm og er hin alveg að koma líka. Pirringurinn er líka alveg eftir því, greyið skinnið. Í neðri góm sér maður líka móta fyrir hvítu alveg við holdið. Þetta er því allt koma. Þá eru bara öftustu jaxlarnir eftir þegar augntennurnar eru komnar.
Fyrsta myndajólakortið kom í dag. Lítill herramaður að nafni Helgi Gnýr prýðir kortið. Einstaklega fagurt barn. Elska að fá myndir. Sérstaklega ef maður sér börnin ekki reglulega, þá er gaman að geta fylgst með þeim svona og sjá breytingarnar sem verða á þeim.
Keyptum jólatréð í dag. Fyrsta jólatréð okkar :) Svakalega flott. Keyptum líka þennan fína jólatrésfót. Það er reyndar úti á svölum en það verður sett upp á morgun. Hlakka mikið til.
Annars sitjum við hér og gæðum okkur á eplaskífum. Dýfi þeim á kaf í rifsberjahlaupið hennar mömmu og svo auðvitað flórsykur. Mikið rosalega eru þær góðar. Legg samt ekki í að baka þær eins og ég veit að sumar ætluðu að gera.
Er enn að velta bloggbreytingunum fyrir mér. Þori því samt varla þó mig dauðlangi til þess. Gæti samt alveg prófað og skipt svo bara aftur yfir í hitt. Þarf aðeins að melta þetta lengur. Heiða, langar þig ekkert að prófa að skipta yfir í þetta blogg?! :) Slóðin á þig virkar ekki einu sinni á síðunni minni!! Gengur ekki!!
Góða helgi öllsömul.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home