þriðjudagur, desember 19, 2006

The Torn birds

Muni þið eftir Þyrnifuglunum? Þeir voru sýndir heima í kringum 198ogeitthvað. Richard Chamberlain lék séra Rhalp sem varð ástfanginn af stúlkunni Meggie. Á þessa þætti horfðum við mamma alltaf á og svo í seinni tíð höfum við fengið þá lánaða hjá einni sem hefur átt þá á spólum. Alveg eru þetta dýrðlegir þættir :) Jæja en það sem ég ætlaði að segja ykkur er að ég er búin að finna þá á DVD!! :) Jájá þeir eru til í Super Brugsen! Ég er bara ekki frá því að ég verði að kaupa þá! Væri ekki leiðinlegt að rifja upp kynnin við þau Ralph og Meggie um jólin.

Aðeins sólarhringur í foreldrana!! Jiii hvað ég er orðin spennt. Og Heimir er kominn í jólafrí. Eitthvað verður hann nú samt að læra í fríinu því prófið er 10. janúar.

Talaði við Heiðu mína í kvöld. Já við erum semsagt komin með heimanúmer. Það var bara eins og hún væri í næsta húsi :) Gaman. Svo hringdi Rut frænka í mig í dag og í kvöld talaði ég bæði við Elmu og Nönnu á Skypinu! Það er því búið að vera nóg að gera hjá mér í málæðinu í dag :)

Jæja, segjum þetta gott í kvöld.
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home