2007
Gleðilegt ár kæru vinir. Árið 2007 þýðir fyrir mig að ég verð þrítug! Mér finnst það nú samt ekkert svakalegt, ég fæ ekkert í magann við tilhugsunina og held ekkert að ég sé að nálgast grafarbakkann, en mér finnst samt skrítið að hugsa til þess að ég sé að verða 30 ára. Búin að lifa í heil 30 ár! Að vísu er hálft ár í það enn, en ég tel það nú samt bara nokkuð gott :)
Áramótin voru ljúf hjá okkur. Ég fann hinsvegar aðeins fyrir heimþrá þann daginn, mér fannst einhvern veginn vanta hátíðleikann sem er heima. Hinir í fjölskyldunni voru mér sammála :) En annars var mjög gaman að hafa upplifað jól- og áramót hérna í Köben, verður sjálfsagt gert aftur en ekki í bráð. Kannski bara 2009 eða 10 :) Það sem kom okkur á óvart var hvað danir eru flugeldaglaðir. Guð minn einasti... við höfum bara ekki séð annað eins. Ég hélt einhvern veginn að danir væru eins og þjóðverjar, en þeir skjóta ekki miklu upp. Ég var bara búin að ákveða að danir gerðu það ekki heldur. En annað kom nú á daginn :)
Nýársdagur leið í leti. Það var svo mikið rok að við urguðum okkur ekki út. Að vísu fóru mamma og pabbi í smá göngutúr með Ingibjörgu og þurftu þau bæði að halda í vagninn vegna veðurs :) Í gær var svo tekinn stór og góður göngutúr til Christianiu. Það hefur greinilega verið mikið að gera hjá þeim yfir hátíðarnar því á básunum stóð að aðal stuffið væri uppselt :) Mamma og pabbi höfðu aldrei komið þangað svo það var upplifun.
En nú er þetta síðasti dagurinn með mömmu og pabba. Þau fara í fyrramálið. Búið að vera alveg óskaplega skemmtilegt að hafa þau. Þarf sennilega ekki að taka það fram hversu leiðinlegt mig þykir að þau séu að fara... en ætli það séu ekki 2 og hálfur mánuður í að við sjáumst aftur, og sá tími verður örugglega ekki lengi að líða.
Það gengur svaka vel með Ingibjörgu og labbið. Hún er í stanslausri þjálfun hjá ömmu sinni sem leiðir hana út um allt, og svo er hún nú búin að gleyma sér þar sem hún stendur hér á gólfinu og tekur nokkur skref :) Agalega gaman :)
Ég er eiginlega búin að ákveða að skipta ekki um blogg. Eða allavegna ekki strax. Ætla frekar að breyta bara aðeins hjá mér... eða að blikka Heimi í það :)
Ætlum út að borða á Jensen?s í kvöld. Hlakka til.
- Gullkorn dagsins:
Maðurinn er aldrei stærri en þegar hann krýpur.
(Blaise Pascal)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home