fimmtudagur, janúar 11, 2007

Bó Hall

Ég er búin að fá diskinn í hendurnar Elma mín, þúsund þakkir. Honum var sko skellt í græjurnar og hafður sem dinner músik yfir matnum í kvöld :) Ekki slæmt. En þetta er semsagt nýji diskurinn þar sem hann syngur með Sinfóníunni og hann er æði, svo ekki sé meira sagt. Kannski er ekkert að marka mig, en ég ólst náttúrulega upp með músíkinni hans og kann flest öll lögin hans og finnst þau æðisleg.

Er 1. apríl í dag eða er maðurinn einfaldlega að tapa sér?!? Los Angeles Galaxy?!? What the f***!

Já dagurinn fór sko í leti, fjölskyldan afrekaði það eitt að labba út í Super Brugsen í rigningu og roki. Meira að segja Ingibjörg labbaði báðar leiðir.

Ég er búin að breyta nafninu á blogginu svona ef þið tókuð ekki eftir því. Finnst þetta passa fínt... og svo er ég auðvitað í baunalandinu :) Löngunin til að breyta blogginu alveg er hinsvegar enn til staðar. Geri kannski bara einhverjar svona litlar breytingar og ath hvort ég róist ekki, Heimir ætti líka að geta gert eitthvað róttækara fyrir mig. Sjáum til.

Planið á morgun er höllin og hafmeyjan ef það verður ekki rigning!

Gullkorn dagsins í dag er úr Hávamáli og þar sem mér finnst það leiðinlegt að þá ákvað ég að birta gullkorn morgundagsins í staðinn:

Gerðu eitthvað gott - nágranni þinn fréttir það aldrei. Gerðu eitthvað illt - það mun verða alræmt.
(Kínverskur málsháttur)

Og ef þetta er ekki rétt, þá skila ég mér aftur!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home