þriðjudagur, janúar 16, 2007

Bækur og Kastljós

Búin með Yrsu. Kláraði hana kl. 2 í nótt en ég gat bara ekki lagt hana frá mér. Hlakka strax orðið til að lesa næstu bók eftir hana. Finnst hún meiriháttar góð! Ég er meira að segja búin að fá Heimi til að samþykkja að lesa hana :) Næstur á dagskrá er svo hann Arnaldur. Finsnt nú samt svolítið leiðinlegt að Erlendur og co séu ekki í þessari bók, en ætli maður endurnýji ekki kynnin við þau um næstu jól. Annað kæmi mér á óvart.

Ég var að horfa á Sunnudagskastljósið með Evu Maríu þar sem hún talar við hana Unu Margréti Jónsdóttur. Alveg er þetta frábær kona, og að hlusta á hana tala er alveg magnað. Ég er ekki frá því að maður heyri hvern einasta staf í hverju orði, svo skýrt talar hún. Og hún er eitthvað svo saklaus og einlæg í frásögn sinni, merkileg kona.
Horfði líka á frúna á Bessastöðum. Á bágt með að þola hana, finnst hún ekki skemmtileg og finnst hún alveg afleit í íslenskunni! Segi ekki meira um þessa blessuðu konu hér á netinu. En hún má eiga það að hún er glæsileg :)

- Gullkorn dagsins:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
(Einar Benediktsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home