sunnudagur, janúar 21, 2007

Bolti um bolta

Jæja það er kannski bara ágætt að ég skuli ekki geta horft á handboltann. Hefði sennilega orðið brjáluð að horfa á leikinn í dag. Næst eru það frakkar og einhvern veginn hef ég ekki mikla trú á að þeir taki þá og þá erum við dottin út. Æji vonandi gengur þetta samt vel.

Annars var ég bara að spá í að láta Sálina duga í mínu 30. afmæli! Ég ætti kannski að endurskoða það og ath hvort Robbie Williams sé laus. Einhver sem vill hjálpa mér við að fjármagna það? Nei held ég haldi mig bara við Sálin, þeir eru betri :)

Mikill kuldi í dag svo við nenntum ekki í dýragarðinn. Fórum hinsvegar í fínann göngutúr hérna í skóginum. Ingibjörg var svaka dugleg að labba sjálf, pabbi hennar gabbaði hana með því að halda aðeins í gallann og sleppa svo, hún fattaði ekki neitt :)

Við erum að hugsa um að skella okkur til Þýskalands 16. feb. Fara til Heiligenhaven og vera yfir helgina. Líana verður þar í íbúðinni og Mirja og kærastinn hennar líka. Það verður gaman, síðast var ég þarna þegar ég var 14 ára, þá vorum við hjá Lísu systur ömmu. Það verður líka gaman að hitta hana, sáum hana síðasta þegar ég var ólétt. Hún er frekar fyndin, talar íslensku, ensku, dönsku og þýsku allt í bland við mann :) alveg yndisleg.

- Gullkorn dagsins:
Við lifum í heimi þar sem auli getur gert marga að aulum en vitur maður aðeins fáa vitra.
(Georg Lichtenberg)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home