Ekki hætt
Nei ég er ekki hætt að blogga og ég hætti ekki heldur að horfa á leikinn. Ég veit ekki alveg hverju ég er hætt. Ég held að þetta hafi verið skrifað í einhvers konar annarlegu ástandi strax eftir leikinn í gær. Já þetta er semsagt handboltanum að kenna. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að segja. Fyrirgefið að ég skyldi láta ykkur halda að ég ætlaði að hætta að blogga, samt gaman að fá að vita að maður er ómissandi hér í netheiminum :) En þessi leikur í gær var all rosalegur og voru þetta hræðileg vonbrigði. Við gjörsamlega misstum okkur hér og starði Ingibjörg í forundran á okkur. En hún var nú fljót að jafna sig og var að lokum farin að taka þátt í æsingnum og gefa okkur ?five? þegar við átti :) En ég hef verið að reyna að hugsa jákvætt eftir leikinn og geri orð Elmu að mínum, við erum meðal 8 bestu þjóða í heims! En ég vorkenni strákunum svo... við erum eiginlega ekki enn farin að trúa þessu, en ætli við verðum ekki bara að kyngja þessu. Sá Valgerði Sverris og Þorgerði Katrínu á leiknum í gær, saknaði hins vegar að sjá ekki hann Kristján minn. Ætli hann hafi ekkert verið á leiknum, hefði hann þá ekki setið við hliðina á kellu sinni?
Nei ég er ekki hætt að blogga og ég hætti ekki heldur að horfa á leikinn. Ég veit ekki alveg hverju ég er hætt. Ég held að þetta hafi verið skrifað í einhvers konar annarlegu ástandi strax eftir leikinn í gær. Já þetta er semsagt handboltanum að kenna. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að segja. Fyrirgefið að ég skyldi láta ykkur halda að ég ætlaði að hætta að blogga, samt gaman að fá að vita að maður er ómissandi hér í netheiminum :) En þessi leikur í gær var all rosalegur og voru þetta hræðileg vonbrigði. Við gjörsamlega misstum okkur hér og starði Ingibjörg í forundran á okkur. En hún var nú fljót að jafna sig og var að lokum farin að taka þátt í æsingnum og gefa okkur ?five? þegar við átti :) En ég hef verið að reyna að hugsa jákvætt eftir leikinn og geri orð Elmu að mínum, við erum meðal 8 bestu þjóða í heims! En ég vorkenni strákunum svo... við erum eiginlega ekki enn farin að trúa þessu, en ætli við verðum ekki bara að kyngja þessu. Sá Valgerði Sverris og Þorgerði Katrínu á leiknum í gær, saknaði hins vegar að sjá ekki hann Kristján minn. Ætli hann hafi ekkert verið á leiknum, hefði hann þá ekki setið við hliðina á kellu sinni?
Ráð er síst að reiða sig upp á marga.
(Hallgrímur Pétursson)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home