laugardagur, janúar 20, 2007

Áfram Ísland!

Mér til mikillar gleði þá er handboltinn sýndur á netinu. Guði sé lof, því ég var farin að halda að ég fengi ekki að sjá íslenska liðið spila. Það hefði verið svakalegt ef maður hefði ekki náð þessum skemmtilega HM anda. Tölvan verður því tengd við sjónvarpið á eftir og horft á leikinn :) Verst að hann Kristján minn skuli ekki vera að spila með, hann er auðvitað bara bestur!!

Það er þvílíka rigningin svo það verður sko enginn dýragarður í dag. Leiðinlegt, en vonandi verður gott veður á morgun. Nú ef ekki þá höfum við líka miðvikudaginn þar sem Heimir er ekki í skólanum þá. Eitt áramótaheitið var nefnilega að fara í dýragarðinn allavegna einu sinni í mánuði! Best að standa við það :)

Ingibjörg fékk tvo DVD diska með Skoppu og Skrítlu, svo mamma fór með annann og fékk Söngvaborg 4 í staðinn. Ég get alveg viðurkennt það að ég er ofur spennt að sjá þann disk, frekar fyndið :) Held líka að Jónsi sé með á þessum, hlýtur að vera skemmtilegur.

En jæja, ætla að fara í Super Brugsen fyrir leikinn. Segi bara enn og aftur áfram Ísland!!

- Gullkorn dagsins:
Skalat maður rúnir ristar
nema ráða vel kunni.
(Egill Skallagrímsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home