fimmtudagur, janúar 18, 2007

Heim eftir 2 mánuði

Ég verð nú bara að byrja að segja ykkur, hann Heimir minn var að fá út úr stærðfræðiprófinu og hann fékk 11!! Það er sama og 10 á Ísl. Jájá munar ekkert um það! :) Frábært að honum hafi gengið svona vel.

Ég er búin að panta far heim. Eða sko far frá Rvk til Egs. 18. mars. Er að hugsa um að fljúga til landsins fimmtudaginn 15. mars, og stoppa því yfir helgina. Það verður nú bara gaman. Best að reyna að hitta eitthvað af fólki. Ætla nú samt ekki að vera í neinu stressi, þyrfti helst bara að stefna liðinu á einn stað. Hittumst í Smáralindinni :)

Ég var að horfa á ER og allt í einu finnst mér bara eins og ég hafi misst af mörgum seríum. Halta hækjan er ekkert lengur hölt og á Abby allt í einu barn og eru þau Kovac saman? Og bróðir Greg, sem er greinilega hommi, býr hann hjá honum? Jóhanna smá update takk! Svo er allt fullt af nýju fólki, meðal annars ein úr Dawsons. Er þetta sama sería og var að klárast heima? Annars er nú alltaf verið að endursýna þessa þætti á bókstaflega öllum stöðvum svo ég þarf að fara að fylgjast með hvar ég hætti að sjá.
Og Júlía, Greys eru sko allt öðruvísi þættir. Þeir eru ÆÐI, belive you me :) get horft á þá endalaust.

Er að prjóna hnésokka á Ingibjörgu, röndótta. Ákvað á síðustu stundu að hafa þá dökkbleika og ljósbleika. Jájá og ég sem er að reyna að hætta í bleiku deildinni :) Datt bara þú í hug, Sigurlaug, fröken bleikust! Sá LK alveg fyrir mér í þessu. Nú svo þar sem daman fæst allt í einu til að vera með vettlinga er best að ég prjóni eitt par í stíl við sokkana.

Ásta Sigrún, til hamingju með daginn :)

- Gullkorn dagsins:
Það er hvorki hættulegt né skammarlegt að detta - en að liggja kyrr er hvort tveggja.
(Konráð Adenauer)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home