Það kom að því að við fórum að skoða höllina og hafmeyjuna. Fannst höllin reyndar ekkert merkileg og fann ekki fyrir neinu "brethtaking" eins og þegar ég sá Vatikanið (en þá fékk ég tár í augun og fylltist mikilli lotningu.) Svo finnst mér verðirnir eitthvað svo hallærislegir, hvernig þeir stara bara fram og eru frosnir, vantar smá líf í þetta finnst mér :) þei eru svo með einhverja stokka þarna til að geyma hlý föt :) Þó mér hafi ekki fundist mikið til hallarinnar koma, þá er ég alveg ofur forvitin um þetta lið! Hvar ætli herbergið hennar Margrétar ófríðu sé? Og hvað ætli hún sé að gera þarna á daginn? (Annað en að reykja sig í hel.) Ætli aumingja karlinn hennar búi í annarri álmu en hún, og hvað með Friðrik, Maríu og litla boltann þeirra, búa þau þarna líka? Verð bara að fá að vita þessa hluti! Kannski get ég sótt um sem vörður? Nei ætli ég yrði ekki fljótlega rekin... myndi sjálfsagt hlæja eins og vitleysingur :)
Gaman var að sjá loksins hafmeyjuna. Maður kemst bara ekkert að henni, það er búið að fara hana það langt út í sjóinn. Ég hugsa nú að ég fari og knúsi hana í sumar, vaði þá bara til hennar í hlandvolgum sjónum.
Það er matarboð hér á morgun. Hrafnhildur og Viðar, Gummi og Ingibjörg mæta. Það verður gaman, ætlum að hafa þríréttað og hafa grillað hreindýr í aðalrétt. Bara gott. Finnst alveg merkilegt að hugsa til þess að ég borðaði ekki hreindýr fyrr en ég kynntist Heimi. Nú í dag er þetta einn af mínum uppáhaldsmat.
Jæja góða helgi öllsömul.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home