Jólaskraut niður
Nú erum við fjölskyldan að horfa á Harry Potter 1. Andri Snær lánaði mér Harry 1, 2 og 3 og svo gáfum við honum nr. 4 í afmælisgjöf, á eftir að fá hana lánaða. Ég er búin að lesa fyrstu 3 bækurnar, minnir mig, og svo gafst ég upp á 4 bókinni. Ekki af því að hún var leiðinleg, ég var bara ekki í stuði fyrir svona ævintýri þá. Þyrfti samt endilega að lesa þær allar við tækifæri. Hvað eru þær eiginlega orðnar margar? 6 eða?
Varð svo agalega þyrst í göngutúrnum að ég skaust inn í næstu Kiosk og keypti mér tvær litlar kók í gleri. Sturtaði einni í mig í leiðinni og setti svo hina inn í ísskáp til að eiga til morgundagsins. Hmmm ég er hinsvegar vel hálfnuð með hana núna ásamt fyrstu hæðinni í Nóa konfektkassanum sem Guðlaug gaf mér í jólagjöf. Kílóið af konfektinu sem mamma og pabbi komu með er eiginlega búið, það sem eftir er eru vondu marsipanmolarnir. Veit ekki hvað ég á að gera við þá... tími varla að henda þeim, þeir eru jú Nóa! Get kannski borðað þá í hallæri.
Bið ykkur vel að lifa.
- Gullkorn dagsins:
Við erum öll landkönnuðir í lífinu - hvaða leið sem við höldum.
(Friðþjófur Nansen)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home