laugardagur, janúar 06, 2007

Jólaskraut niður

Þá er allt jólaskraut farið niður hjá okkur nema seríurnar. Jólatréð fór niður stax 1. jan, það var farið að falla af því. Svo mér fannst það bara orðið ljótt. Hitt dótið fylgdi fljótlega í kjölfarið, en mikið á ég eftir að sakna seríanna. Elska birtuna sem kemur frá þeim. Ætli ég lufsist ekki til að taka þær niður á morgun.

Dagurinn er búinn að vera ljúfur, fórum í afmæli og löbbuðum svo heim. Ágætisgöngutúr en það tekur okkur ca. 45 mínútur að labba til Hrafnhildar.
Nú erum við fjölskyldan að horfa á Harry Potter 1. Andri Snær lánaði mér Harry 1, 2 og 3 og svo gáfum við honum nr. 4 í afmælisgjöf, á eftir að fá hana lánaða. Ég er búin að lesa fyrstu 3 bækurnar, minnir mig, og svo gafst ég upp á 4 bókinni. Ekki af því að hún var leiðinleg, ég var bara ekki í stuði fyrir svona ævintýri þá. Þyrfti samt endilega að lesa þær allar við tækifæri. Hvað eru þær eiginlega orðnar margar? 6 eða?

Varð svo agalega þyrst í göngutúrnum að ég skaust inn í næstu Kiosk og keypti mér tvær litlar kók í gleri. Sturtaði einni í mig í leiðinni og setti svo hina inn í ísskáp til að eiga til morgundagsins. Hmmm ég er hinsvegar vel hálfnuð með hana núna ásamt fyrstu hæðinni í Nóa konfektkassanum sem Guðlaug gaf mér í jólagjöf. Kílóið af konfektinu sem mamma og pabbi komu með er eiginlega búið, það sem eftir er eru vondu marsipanmolarnir. Veit ekki hvað ég á að gera við þá... tími varla að henda þeim, þeir eru jú Nóa! Get kannski borðað þá í hallæri.

Daman er sofnuð hér yfir Harry og er búin að dreyfa saltstöngum út um allt!! Ég ætla að fara að prjóna, reyna að klára þetta blessaða teppi.
Bið ykkur vel að lifa.

- Gullkorn dagsins:
Við erum öll landkönnuðir í lífinu - hvaða leið sem við höldum.
(Friðþjófur Nansen)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home