laugardagur, janúar 20, 2007

NEIIIIIIIII

Ég fór næstum því að gráta þegar ég ætlaði að fara að horfa á leikinn og uppgötvaði að það var ekki hægt að horfa á útsendinguna. Guð ég var svo svekkt!! Kom í ljós að það er aðeins hægt að horfa á leikina í gegnum netið í tölvum heima á Íslandi. Hvað er málið eiginlega? Það sauð á mér! En ég fylgdist bara með á Mogganaum og horfði svo núna á fréttirnar. Aldeilis flott hjá þeim :) Vonandi gengur þeim vel á morgun líka. Áfram Ísland!!

En nú er ég að bíða eftir að Söngvakeppnin byrji. Það er nú líka alltaf viss stemming. Ætla rétt að vona að það verði ekki eitthvað vesen á útsendingunni... þá fer ég að gráta og stekk uppí næstu vél heim!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home