Pakkar Við mæðgur fengum pakka í gær. Ég fékk dagatal með myndum að heiman frá Elmu, takk fyrir mig :) og Ingibjörg fékk pakka frá ömmu sinni og afa sem innihélt meðal annars bók, svín og Söngvaborg 4. Ekki veit ég hvað diskurin er oft búinn að rúlla í gegn, en Ingibjörg er gjörsamlega yfir sig hrifin og skellihlær alltaf þegar kanínan birtist á skjánum. Mér finnst þetta alveg hinn fínasti diskur og Helga Braga er auðvitað hryllilega fyndin :)
Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í dýragarðinn í dag. Fórum afstað og stoppuðum á járnbrautarstöðinni til að athuga með miða til Puttgarden. Við hinsvegar ákváðum að fara heim þegar út af stöðinni var komið því Ingibjörg var sofnuð og svo var svo ógeðslega kalt! Ætlum að reyna aftur um helgina, vonandi verður ekki svona hræðilega kalt. Það er nú samt alltaf hægt að hlaupa inn til Simpansana til að hlýja sér, það er bara svo vond lykt hjá þeim.
Alveg væri það nú týpískt að íslendingar yrðu heimsmeistarar í handbolta og við hér sæjum ekki EINN LEIK! En ég gleðst nú samt yfir hverjum sigri :) Danirnir hljóta nú að sýna úrslitaleikinn hverjir sem það nú verða sem spila hann.
Snjórinn er ennþá :)
- Gullkorn dagsins:
Hvað er hamingja annað en að vera sjálfum sér samkvæmur? Krefjast ernir gullfjaðra? Óska ljón sér klóa úr silfri?
(Henrik Ibsen)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home