fimmtudagur, janúar 11, 2007

Rólegheit

Heimir tók prófið í gær og gekk svona líka vel að hann kom eiginlega svífandi inn um dyrnar. Bara gaman :) Hann byrjar svo í skólanum á mánudaginn. Ljúft að fá nokkra daga frí eftir próf og er stefnan nú tekin á hafmeyjuna og höllina. Ég hef hvorugt séð, reyndar sá ég rétt glitta í hafmeyjuna í sumar, en ég verð að skoða hana almennilega. En það er auðvitað bara skandall að vera ekki búin að sjá höllina!

Annars fer dagurinn frekar rólega af stað. Klukkan er að verða tólf hérna og ég er enn í rúminu!! Heimir situr við stóru tölvuna, Ingibjörg er að horfa á Söngvaborg og ég er búin að leggja Yrsu til hliðar og komin með tölvuna í fangið. Já þetta er eiginlega ofur ljúft. Og ekki skemmir fyrir að það er svaðaleg rigning úti. Nennum örugglega engu í dag ef það styttir ekki upp!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home