mánudagur, janúar 15, 2007

Sjónvarpssjúklingur

Ég held að við séum með of mikið af sjónvarpsrásum. Hélt ég myndi aldrei eiga eftir að láta þetta út úr mér, en ég er ekki frá því að þetta sé bara of mikið! Það eru alls staðar góðir þættir og þættir sem ég MÁ bara ekki missa af! Það er verið að sýna Ally McBeal, Bráðavaktina, Chicago Hope, Bev Hills, Dallas :) Desperate Housewife, Prison Break svo eitthvað sé nefnt. Nú svo eru auðvitað allir litlu hálftíma þættirnir og ofan á þetta bætast svo stöðvarnar Animal Planet og Discovery. Eins og þið getið ímyndað ykkur næ ég ekki að horfa á þetta allt saman því ef ég ætlaði að gera það þá færi ég að vanrækja dótturina. En næsta mánudag byrjar Grey?s nýja serían og hana horfi ég nú pottþétt á. Jiii þeir enduðu svo spennandi síðast. Sá svo mér til mikillar gleði að O.C væri að byrja aftur, en þá eru baunarnir seríu á eftir okkur. Ansk...

Helgin var ljúf... matarboðið var óskaplega skemmtilegt og ekki klikkaði hreindýrið :) Kíktum svo á Kongens Nytorv á sunnudaginn, skoðuðum skautasvellið og hittum svo Hrafnhildi og fjölsk á kaffihúsi á Strikinu. Það er sko búinn að vera ógeðslegur kuldi síðustu daga, rok og leiðinda verður, en það var fínt í dag.

Heimir byrjaði í skólanum í dag, fín stundataflan hjá honum og svo er hann í fríi á miðvikudögum, aldeilis ljúft.

- Gullkorn dagsins:
Þú getur ekki hindrað fugla sorgarinnar í að fljúga yfir höfði þínu. En þú getur komið í veg fyrir að þeir geri sér hreiður í hári þínu.
(Kínverskur málsháttur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home