laugardagur, janúar 27, 2007

Sko strákana okkar :)

Sá auðvitað EKKI leikinn frekar enn fyrri daginn, en hann hlýtur að hafa verið rosalegur!! Spennan hefði sennilega farið með mig hefði ég horft á hann. En gleðifregn, TV2 sýnir leikinn á morgun gegn þjóðverjum :) Guð hvað ég hlakka til. Vona nú að þeir sýni leikina sem við spilum í 8 liða úrslitunum. Ohh danirnir unnu rússana, var að vonast til að þeir myndu tapa.

Fórum í pizzu í gærkvöldi til Hrafnhildar og Viðars. Viðar gerir alveg heimsins bestu pizzur og má segja að við höfum etið yfir okkur. Fengum svo súkkulaðibombu með ís í eftirrétt. Bara gott :) Horfðum á undankeppni eurovision, það er svona svipað fyrirkomulag og heima, komust 4 áfram í gærkvöldi og svo er aftur næsta föstudag. Í þessum skrifuðu orðum er ég einmitt að horfa á undankeppnina heima og er gamla rauðhærða kempan Eiki Hauks að syngja :) maður dettur bara aftur um 20 ár, svei mér þá. Rosalega er Ragnhildur Steinunn fín og flott í kvöld, eins og mér þótti hún hallærisleg síðast. Eitthvað eru nú lögin ekki að gera sig, fannst flott lagið sem Friðrik Ómar söng, það hlýtur að komst áfram.

Snjórinn var allur farinn í gær, en í morgun þegar við vöknuðum var ca. 5 cm jafnfallinn snjór yfir öllu. Ægilega fallegt. Við röltum síkið og var allt fullt af fólki að renna sér í þessum svokölluðu brekkum hér í Köben :) Gaman að því.

En jæja, ætla að leita af almennilegri vettlingauppskrift á Ingibjörgu, horfa á Spaugstofuna og svo eru það úrslitin.

- Gullkorn dagsins:
Við eigum ekkert nema það sem við höfum gefið.

(Kristmann Guðmundsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home