föstudagur, janúar 05, 2007

Sálin og Gospel

Já ég fékk sko diskinn í jólagjöf frá henni Heiðu minni, og guð minn almáttugur hvað þetta er flott!! Ég er búin að láta diskinn rúlla núna 3 svar í gegn og er alveg heilluð!! (Ekki það að ég hafi ekki verið heilluð fyrir :)) Ég get eiginlega ekki líst því hvernig mér líður þegar ég horfi á þá. Ég fæ svoleiðis gæsahúðina og meira að segja tár í augun yfir nokkrum lögum. Þeir eru náttúrúlega bara himneskir þessir menn, og hann Stefán er auðvitað bara engill í mannsmynd, svei mér þá!! Þeir eru svo flottir þarna, allri í hvítum jakkafötum og bara guðdómlegir í einu og öllu. Ó mig langar á ball...

Það er frekar skrítið að vera orðin þrjú aftur í kotinu. Svolítið tómlegt svona fyrst. Eftir mikinn veislumat undanfarið var ákveðið að hafa fisk í matinn í kvöld. Ægilega gott eftir allar kjötmáltíðirnar :)

Annars á hún Júlía Dröfn þrítugs afmæli í dag. Hún er elst af okkur bekkjarsystkinunum. Til lukku mín kæra :) Enn og aftur er það mér óskiljanlegt að við skulum vera orðin svona "gömul".

Afmælisbrunch á morgun hjá Hrafnhildi og fjölsk. Andri Snær á afmæli. Hlakka til.

- Gullkorn dagsins:
Það er ekki auðskorið úr því hver er gæfumaður. Oft leynist gæfa í ógæfulíki og ógæfa í gæfulíki.
(Sigurður Guðmundsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home