mánudagur, janúar 22, 2007

Snjóbolti

Þegar við fórum á fætur í morgun var snjókoma!! Jiii hvað það var gaman. Fékk alveg jólaandann yfir mig :) þetta var æði, þvílíku hlussusnjókornin. Þetta er því í annað sinn sem það snjóar hér í Köben í vetur. Og snjórinn er ennþá, síðast var hann bara í einn dag. Ingibjörg var því drifin í gallann og út í morgun, en hún var ekki mikið hrifin. Þetta er í fyrsta skipti sem hún fer almennilega út í snjó og hún vildi ekkert með hann gera. Ekki labba í honum, vildi helst ekki sitja í honum og varð hundfúl þegar snjórinn kom á vettlingana. Alveg merkileg pempía. En henni leið vel í vaginum þegar við löbbuðum í kringum vatnið í þvílíkri snjókomunni. Ég hélt í eitt augnablik að ég væri bara heima á Íslandi, get svarið það.

Detta mér nú allar!! VIÐ unnum frakka!?! Eru þið ekki jafn hissa gg ég? Jeminn ég var eiginlega bara búin að afskrifa þá. Ohh hvað ég er ofur svekkt yfir að missa af þessu. Get bara séð úr leikjunum í fréttunum, en næ ekkert stemmingunni eins og þegar maður horfir á leikina! Spurning hvort maður verði ekki bara að skella sér til Þýskalands og sjá eins og einn leik :) svona til að bæta sér þetta upp.

Þórey eða Jóhanna, ég verð að spyrja einnar spurningar um ER. Vona að ég sé ekkert að kjafta frá, en flugslysið... var það í seríunni sem var að enda heima?

Nýja seríana af Greys byrjaði í kvöld. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum, þetta eru sko þvílíku þættirnir. Alveg elska ég svona læknaþætti.

Búin að panta flugið fyrir okkur mæðgur heim. Förum miðvikudaginn 14. mars. Ætlaði að fara á fimmtudeginum en þá munar heilum 6000 kr. á þessum dögum! Ekkert lítið. Ætla að gista hjá Júlíu Rós og Hermanni í Hafnarfirðinum og hitta svo eitthvað skemmtilegt fólk. Svo er það heimahaginn 18. mars :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home