sunnudagur, janúar 28, 2007

Spennt

Já það má eiginlega segja að ég sé frekar spennt fyrir leikinn sem byrjar eftir hálftíma. Ég er eiginlega með spennuhnút í maganum og líður bara eins og ég sé að fara á Sálarball :) Geggjað að geta séð einn leik og vonandi verða þeir bara fleiri. Hrafnhildur, Viðar og co ætla að koma og horfa með okkur.

Það var fátt sem kom mér á óvart í gær í Eurovision. Auðvitað komst rauða ljónið áfram, og það var nú alveg bókað að Jónsi kæmist líka, bara fyrir það eitt að vera hann held ég.

ÁFRAM ÍSLAND!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home