þriðjudagur, janúar 30, 2007

Við gerum okkar besta

Við skötuhjú erum orðin frekar tjúnnuð fyrir leikinn í kvöld. Ég ætla rétt að vona að við vinnum. Í öllum blöðum láta danirnir beinlínis eins og þeir séu búnir að vinna okkur. Mikill hroki í þeim og þeir hundleiðinlegir. Væri því mátulegt að við myndum jarða þá!

Yndislegt veður í dag. Hefur ekki verið svona hlýtt í marga daga, sól og eiginlega bara vor í lofti. Æði. Hrafnhildur kom í morgun og við fórum í smá göngutúr og kíktum á kaffihús hér á bryggjunni. Voða ljúft.

Dýragarðurinn er á dagskránni á morgun. I know, hef sagt þetta áður, en nú er bara síðasti séns svo að við brjótum ekki áramótaheitið, sem var jú að fara í hverjum mánuði í garðinn. Síðasti dagur janúarmánaðar á morgun. Já hugsið ykkur, febrúar er bara að koma. Ótrúlegt að hvað tíminn líður skuggalega hratt.

Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta... og aðeins betur ef það er það sem þarf...

ÁFRAM ÍSLAND!!

- Gullkorn dagsins:
Sá sem nýtur frelsisins og finnur ekki til ábyrgðarinnar, sem því fylgir, hefir, áður en varir, fyrirgert frelsinu. Hann verður fyrst sjálfs sín þræll og síðan annarra.
(Þórarinn Björnsson skólameistari)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home