Vonbrigði
Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni þegar ég sá þýska landsliðið að við myndum tapa þessu. Finnst þeir svaðalegir rumar og eitthvað svo ógnandi. En Heimir sagði nú reyndar eftir leikinn að hann skyldi ekki hvað ég væri að svekkjast þetta, það væri sama hvernig þessi leikur hefði farið, ég væri alltaf sigurvegari!! :) Og þetta er auðvitað rétt hjá honum. Gott að geta kalla sig þjóðverja stundum :) En ég fékk alveg gæsahúð þegar íslenski þjóðsöngurinn var spilaður, fæ það alltaf. Fékk samt ekki tár í augun eins og vanalega því lagið var spilað á einhverjum yfirsnúning og gat ég ekki betur séð en að strákarnir ættu fullt í fangi með að fylgja laginu. En það var samt gaman að fá að sjá leik með þeim. Nú svo eru það Danirnir á þriðjudaginn. Ætla rétt að vona að við tökum þessa bauna í bakaríið! Guð hvað það yrði sætur sigur!
Verð að viðurkenna að Arnaldur veldur mér vonbrigðum með Konungsbókinni. Ég er samt búin að heita því að gefast ekki upp á henni eins og ég gerði með Kleifarvatn.
Mikið um vonbrigði í þessu bloggi og til að toppa þetta allt saman þá var rigning í dag svo að allur snjór er farinn!! Jahérna!
Ætla að hætta núna og fara í rúmið, athuga hvort vonbrigðin verði farin á morgun :)
Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni þegar ég sá þýska landsliðið að við myndum tapa þessu. Finnst þeir svaðalegir rumar og eitthvað svo ógnandi. En Heimir sagði nú reyndar eftir leikinn að hann skyldi ekki hvað ég væri að svekkjast þetta, það væri sama hvernig þessi leikur hefði farið, ég væri alltaf sigurvegari!! :) Og þetta er auðvitað rétt hjá honum. Gott að geta kalla sig þjóðverja stundum :) En ég fékk alveg gæsahúð þegar íslenski þjóðsöngurinn var spilaður, fæ það alltaf. Fékk samt ekki tár í augun eins og vanalega því lagið var spilað á einhverjum yfirsnúning og gat ég ekki betur séð en að strákarnir ættu fullt í fangi með að fylgja laginu. En það var samt gaman að fá að sjá leik með þeim. Nú svo eru það Danirnir á þriðjudaginn. Ætla rétt að vona að við tökum þessa bauna í bakaríið! Guð hvað það yrði sætur sigur!
Verð að viðurkenna að Arnaldur veldur mér vonbrigðum með Konungsbókinni. Ég er samt búin að heita því að gefast ekki upp á henni eins og ég gerði með Kleifarvatn.
Mikið um vonbrigði í þessu bloggi og til að toppa þetta allt saman þá var rigning í dag svo að allur snjór er farinn!! Jahérna!
Ætla að hætta núna og fara í rúmið, athuga hvort vonbrigðin verði farin á morgun :)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home