Dagur elskenda...
að kveldi kominn. Við skötuhjú erum frekar södd og sæl, gilluðum hreindýralund og drukkum rauðvín með. Guuuuðððð hvað það var gott! Það fengu allir Valentínusargjöf á þessu heimili. Ég gaf Heimi einhvern tölvuleik sem hann hefur langað í í langann tíma!! Lagði hann spes á minnið fyrir um mánuði síðan svo ég gæti nú farið ein í tölvuleikjabúð og keypt hann :) Hann varð mjög glaður! Og ég fékk... tatatatarammmm... Þyrnifuglana á DVD :) Hversu ljúft er það! Ég er að hugsa um að láta Heimi horfa á þá með mér, því hann man bara alls ekki eftir þeim! Efa nú samt að hann dugi í marga þætti :) Nú dóttirin fékk svo Babe, grísamyndina og vakti hún mikla lukku.
Feðginin fóru í klippingu í dag. Eru bæði ægilega fín. Ingibjörg hitti auðvitað hana Nönnu sem er hundur, sem önnur klippikonan á. Get sagt ykkur það að daman labbaði um alla klippistofu á eftir hundinum! Endurtek, LABBAÐI, ekki skreið! Hér heima er hún samt meira fyrir að skríða þó maður sjái dagamun á henni í labbinu. Finnst bara ofur fyndið að sjá hana labba :) eitthvað svo skrítið!
Guðrún Sigríður eignaðist dreng í gær. Til lukku með það Guðrún og Óli. Að vísu var ég með það á hreinu að hún myndi eignast stúlku, en það sýnir bara hvað lítið ég veit :)
Við horfðum á Kastljós þáttinn áðan þar sem drengur var fenginn til að drekka sig fullann! Jeminn eini, við vorum með kjánahroll allann tímann! Held ég myndi bara láta mig hverfa á morgun ef ég væri þessi strákur! Jahérna hér.
Jæja, ætla í rúmið, góða nótt.
- Gullkorn dagsins:
Guð deyr ekki fyrir neinum eldflaugum eða dauðageislum úr smiðjum vísinda. En hann lifir ekki í dauðu hjarta.
(Sigurbjörn Einarsson)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home