miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Eftir tvær vikur

Eftir nákvæmlega tvær vikur verð ég komin til Íslands, nánar tiltekið í Hafnarfjörðinn til Júlíu Rósar. Hlakka mikið til skal ég ykkur segja. Hlakka líka óskaplega til að koma HEIM. Ohh hvað það verður ljúft.

Þórey er búin að fá kattarólina sem ég keypti handa Lúsinni. Þetta er búið að liggja á mér eins og mara síðan hún talaði um að hún væri að leita að svartri ól með steinum. Fann hana svo loksins í lítilli dýrabúð í einni af smágötunum í kringum Strikið. Gott mál :)

Annars erum við Rut búnar að dvelja á Strikinu og í nágrenni, bæði í gær og í dag. Í gær eftir búðarrápið fórum við á Illum kaffihúsið og átum afar girnilegar kökur, en í dag fórum við á Mama Rosa :) Best að taka það fram að ég stakk ekki upp á því! Ægilega gaman alltaf að vera í bænum finnst mér.

- Gullkorn dagsins:
Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er valt að
þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
(Árni Helgason)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home