Eftir nákvæmlega tvær vikur verð ég komin til Íslands, nánar tiltekið í Hafnarfjörðinn til Júlíu Rósar. Hlakka mikið til skal ég ykkur segja. Hlakka líka óskaplega til að koma HEIM. Ohh hvað það verður ljúft.
Annars erum við Rut búnar að dvelja á Strikinu og í nágrenni, bæði í gær og í dag. Í gær eftir búðarrápið fórum við á Illum kaffihúsið og átum afar girnilegar kökur, en í dag fórum við á Mama Rosa :) Best að taka það fram að ég stakk ekki upp á því! Ægilega gaman alltaf að vera í bænum finnst mér.
- Gullkorn dagsins:
Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er valt að þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
(Árni Helgason)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home