fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Eitthvað að gerast

Hrafnhildur
hringdi fyrir okkur á skrifstofuna sem sér um vöggustofumálin. Ingibjörg er númer 54 á biðlista hjá þeim sem við vildum að hún færi á. Og þau taka ekki nema 10 börn inn í ár! Jájá Ingibjörg kæmist því þangað inn þegar við værum að fara, sem sagt ekki séns að koma henni þangað inn. En nú erum við komin á svokallaðan akut lista, sem þýðir að hún kemst inn á vöggustofu innan ca. tveggja mánaða, en við fáum ekkert um það ráðið hvar þetta er. Þeir taka bara mið af því hvað við eigum heima og þá er um Amager og Kristjánshafnar svæðin að ræða. Svæðin sem eru hérna í kringum okkur. Við fáum svo að vita hvar hún kemst inn og getum auðvitað hafnað því ef okkur líst ekki á. Það verður spennandi að vita hvernig þetta fer, kannski byriar daman bara á vöggustofu í lok apríl þegar við komum aftur út :)

Ég er að fara að vinna á laugardaginn!! :) Jamm. Það er íslensk kona hérna úti sem á veisluhúsnæði í Ringsted og er ég að fara að vinna hjá henni. Þjóna í veislu. Ég þarf að taka lest til Ringsted en það er um 70 km suður af Kaupmannahöfn. Ég er mjög spennt og hlakka mikið til :) Vonandi get ég svo unnið þarna af og til. Væri aldeilis fínt.

Hvað er að? Getur einhver sagt mér það? Ég verð svo reið þegar ég les um svona mál og svo var dómurinn styttur! Ég skil þetta ekki. Hefði einmitt haldið að það þyrfti að þyngja hann.

Guði sé lof þá töpuðu danirnir fyrir pólverjum. Það hefði sennilega ekki verið búandi í þessu landi ef þeir hefðu unnið! En ekki nógu gott að við skyldum ekki vinna rússana, við sáum auðvitað ekki leikinn.

- Gullkorn dagsins:
Lífið á ekki að vera skáldsaga, sem við fáum að gjöf, heldur saga sem við semjum sjálf.
(Novalis)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home