föstudagur, febrúar 02, 2007

Furðuleg

Það er skógur hérna rétt hjá okkur sem við förum stundum og löbbum. Við löbbum alltaf sömu leið eða sama hring, nema í dag. Ég ætlaði auðvitað að fara hina venjulegu leið þegar Heimi dettur það snjallræði í hug að fara öfugan hring!! Einstaklega skemmtilegt eða þannig. Mikið óskaplega fannst mér það óþægilegt. Tuðaði mest allann tímann hvað mér þætti þetta óþægilegt, ég væri eiginlega bara áttavillt og ég ætlaði aldrei aftur öfugan hring! Ferlega getur maður verið skrítin stundum. Þetta virtist þó lítið hafa að segja fyrir aðra meðlimi fjölskyldunnar, Ingibjörg allavegna steinsofnaði.

Ég er að hugsa um að vera skynsöm og fara snemma í rúmið í kvöld (eða snemma klukkan er að verða 11) þar sem ég þarf að vakna til að mæta í lestina klukkan 10. Ætla nú að taka feðginin með mér á lestarstöðina, tel það öruggara svo ég lendi nú ekki í Noregi.

En já, ætla í rúmið og lesa smá. Veit ekkert hvenær ég kem heim á morgun, sennilega um kvöldið. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home