mánudagur, febrúar 19, 2007

Góð helgi

Svo yndisleg helgi að baki að við vorum engan veginn til í heimferð í gær, hefði verið fínt að vera þarna í viku. Það var alveg meiriháttar gaman að koma til Heiligenhafen eftir 16 ár, við löbbuðum út um allann bæ, fórum á ströndina, út að borða og höfðum það nice. Gaman að hitta Líönu, Mirju og kærasta hennar Ulf. Og svo auðvitað að kíkja á Lísu frænku. Allt ægilega gaman og velheppnuð helgi í alla staði, og verður þetta sko pottþétt endurtekið.

Ingibjörg varð 18 mánaða í gær og ég get eiginlega tilkynnt það núna án þess að ýkja að hún er farin að labba!! :) það kom að því!! Hún var þvílíkt dugleg að labba í ferðinni og gekk úr einu herberginu yfir í annað og í dag hefur hún lítið sem ekkert skriðið. Labbar bara um alla íbúð eins og fullorðin manneskja. Ægilega gaman :)

Jiii hvað ég er glöð með rauða ljónið!! Og ég get alveg viðurkennt það fyrir ykkur að tárin runnu niður kinnarnar þegar ég horfði á úrslitin :) Ég að vísu vissi úrslitin, því þó ég hafði haldið að ég væri búin að gulltryggja það að mér yrði ekki sagt neitt, þá gleymdi ég að láta mömmu vita. Hún tilkynnti mér þetta svo þegar ég heyrði í henni á leiðinni heim í gær :) En það er allt í lagi. Vona nú samt að hann láti aðeins snyrta faxið sitt og fái sér jafnvel djúpnæringu svona fyrir aðalkvöldið. Hann var eitthvað svo ritjulegur.

Það er algjört sjónvarpskvöld hér í kvöld. Greys, Brothers & Sisters, Prison, Cold case og ég veit ekki hvað og hvað. Skemmtilegt kvöld í vændum.

- Gullkorn dagsins:
Ekkert frelsi fær staðist án takmarkana.
(Jón Sigurðsson forseti)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home