Svo yndisleg helgi að baki að við vorum engan veginn til í heimferð í gær, hefði verið fínt að vera þarna í viku. Það var alveg meiriháttar gaman að koma til Heiligenhafen eftir 16 ár, við löbbuðum út um allann bæ, fórum á ströndina, út að borða og höfðum það nice. Gaman að hitta Líönu, Mirju og kærasta hennar Ulf. Og svo auðvitað að kíkja á Lísu frænku. Allt ægilega gaman og velheppnuð helgi í alla staði, og verður þetta sko pottþétt endurtekið.
Ingibjörg varð 18 mánaða í gær og ég get eiginlega tilkynnt það núna án þess að ýkja að hún er farin að labba!! :) það kom að því!! Hún var þvílíkt dugleg að labba í ferðinni og gekk úr einu herberginu yfir í annað og í dag hefur hún lítið sem ekkert skriðið. Labbar bara um alla íbúð eins og fullorðin manneskja. Ægilega gaman :)
Það er algjört sjónvarpskvöld hér í kvöld. Greys, Brothers & Sisters, Prison, Cold case og ég veit ekki hvað og hvað. Skemmtilegt kvöld í vændum.
Ekkert frelsi fær staðist án takmarkana.
(Jón Sigurðsson forseti)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home