laugardagur, febrúar 03, 2007

Glöð í sinni

Mikið átti ég skemmtilegann dag :) það gekk óskaplega vel, enginn súpudiskur í neina kjöltu, nokkrir gaflar hinsvegar í gólfið en það er nú lagi! Fann samt þegar ég byrjaði hvað ég hef ryðgað í þessu, enda hef ég, held ég, ekki unnið við þjónustustörf síðan ég var á hótelinu í Ameríku. En þetta kom fljótt og gekk allt vel smurt fyrir sig. Fékk alveg flashback, og fann sama fíling og á hótelinu, ferlega gaman :) Við vorum fjögur að vinna og meðal annars einn eldri maður (67 ára), ferlega hress og skemmtilegur. Hann greindist með krabba í maga árið 78, fór í einhvern laiser í Afríku á sínum tíma og telur að það hafi bjargað sér. Nú svo er það annað mál að maðurinn reykir á við 4!! Alveg er það nú týpískt. En við erum orðnir miklir vinir og er ég núna hans "söde skat" :) Gaman að því. Verð að segja ykkur, að þarna er kók í gleri í boði! Vissi ekki hvert ég ætlaði þegar Guðrún benti mér á kælinn og sagði að ég mætti svo bara fá mér eins og ég vildi!! Ég lét mér tvær nægja í dag, en alveg hefði ég getað drukkið tvær í viðbót, ohhh. Ég fór svo heim úr vinnunni með nýlagað brauð og geggjaða súkkulaðiköku, ekki slæmt. Nú ég á svo að mæta á þriðjudaginn og þá er gullbrúðkaup. Verður örugglega gaman. Veit ekki alveg hvort það er eitthvað meira að hafa í febrúar þar sem búið er að manna þennan mánuð, en vonandi dettur einhver út :)

Fannst þetta einna skásta eurovision kvöldið, svei mér þá. Hefði alveg getað valið ein 5 lög áfram. Ánægð með austfirðinginn, fannst lagið hans Dr. Gunna alveg fínt, en textinn afleitur, en auðvitað komst það áfram... svona rétt eins og Jónsi. Og hvað er málið með greyið Ómar Ragnassson? Argh hvað ég er þreytt á honum! Í fyrra var hann líka með svona ?ástareitthvaðlag? og með dansandi par á bak við sönvarann!! Ohhh.

Djö voru spaugstofumenn góðir þegar þeir gerðu grín af þjóðsöngnum og handboltaliðinu :) Missti mig alveg þegar Örn fór hamförum á trommunum á stuttbuxum, finnst hann svo drepfyndinn, sama hvað hann tekur sér fyrir hendur og í hvaða hlutverk hann bregður sér :)

- Gullkorn dagsins:
Smjaður er falskir peningar sem hefðu aldrei komist í umferð ef ekki væri fyrir hégómagirndina.
(La Rochefoucauld)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home