Mikið átti ég skemmtilegann dag :) það gekk óskaplega vel, enginn súpudiskur í neina kjöltu, nokkrir gaflar hinsvegar í gólfið en það er nú lagi! Fann samt þegar ég byrjaði hvað ég hef ryðgað í þessu, enda hef ég, held ég, ekki unnið við þjónustustörf síðan ég var á hótelinu í Ameríku. En þetta kom fljótt og gekk allt vel smurt fyrir sig. Fékk alveg flashback, og fann sama fíling og á hótelinu, ferlega gaman :) Við vorum fjögur að vinna og meðal annars einn eldri maður (67 ára), ferlega hress og skemmtilegur. Hann greindist með krabba í maga árið 78, fór í einhvern laiser í Afríku á sínum tíma og telur að það hafi bjargað sér. Nú svo er það annað mál að maðurinn reykir á við 4!! Alveg er það nú týpískt. En við erum orðnir miklir vinir og er ég núna hans "söde skat" :) Gaman að því. Verð að segja ykkur, að þarna er kók í gleri í boði! Vissi ekki hvert ég ætlaði þegar Guðrún benti mér á kælinn og sagði að ég mætti svo bara fá mér eins og ég vildi!! Ég lét mér tvær nægja í dag, en alveg hefði ég getað drukkið tvær í viðbót, ohhh. Ég fór svo heim úr vinnunni með nýlagað brauð og geggjaða súkkulaðiköku, ekki slæmt. Nú ég á svo að mæta á þriðjudaginn og þá er gullbrúðkaup. Verður örugglega gaman. Veit ekki alveg hvort það er eitthvað meira að hafa í febrúar þar sem búið er að manna þennan mánuð, en vonandi dettur einhver út :)
Smjaður er falskir peningar sem hefðu aldrei komist í umferð ef ekki væri fyrir hégómagirndina.
(La Rochefoucauld)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home